Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað topplánshæfiseinkunn Frakklands um eitt stig niður í Aa1 og með neikvæðum horfum.
Í áliti Moody´s segir m.a. að efnahagshorfurnar fyrir Frakkland haldi áfram að versna og að samkeppnishæfni landsins haldi áfram að hraka. Ákvörðun Moody´s er talin vera áfall fyrir Francois Hollande forseta Frakklands.
Standard & Poor´s lækkaði lánshæfiseinkunn Frakklands fyrr í ár og því er landið aðeins með toppeinkunn áfram hjá Fitch Ratings.
