Meistaradeildin: Hvað er um að vera á sportstöðvunum? 20. nóvember 2012 11:45 Reynir Leósson, Þorsteinn J, Heimir Guðjónsson og Hjörtur Hjartarson. Það er mikið um að vera í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld og mikið í húfi hjá mörgum liðum í riðlakeppninni. Alls verða fjórir leikir í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2 og er fyrsti leikurinn á dagskrá kl. 17 þar sem að stórlið Barcelona mætir Spartak á útivelli í Moskvu í Rússlandi. Sex félög geta tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld þegar næstsíðasta umferðin fer fram í riðlum E til H en það þarf þó mikið að gerast til að sum liðanna komist áfram. Þorsteinn J fer að venju yfir það sem hæst ber í upphitunarþætti sem hefst kl. 19 og öllum leikjum kvöldsins verða gerð skil í Meistaramörkunum sem hefjast kl. 21.45. Reynir Leósson og Heimir Guðjónsson verða með Þorsteini J í þættinum í kvöld. 16:55 Spartak Moskva – Barcelona | Sport 2 | HD 19:00 Þorsteinn J. og gestir – upphitun | Sport 2 | HD 19:30 Valencia - Bayern Munchen | Sport 4 | 19:30 Galatasaray - Man. Utd. | Sport 3 | 19:30 Juventus – Chelsea | Sport 2 | HD 21:45 Þorsteinn J. og gestir – meistaramörk | Sport 2 | HD Manchester United er eina liðið úr riðlum kvöldsins sem er þegar komið áfram upp úr sínum riðli. Fjögur lið geta treyst á sig sjálf í kvöld og komist áfram með sigri en það eru Barcelona, Celtic, Shakhtar Donetsk og Chelsea. Evrópumeistarar Chelsea mega ekki misstíga sig í Torinó þar sem liðið heimsækir Juventus. Chelsea hefur verið í ströggli heima fyrir og tapaði fyrir West Brom um helgina. „Af einhverjum ókunnum ástæðum þá virðist nóvember vera slæmur mánuður fyrir Chelsea," sagði stjórinn Roberto Di Matteo á blaðamannfundi fyrir leikinn. „Ástandið er ekki gott," viðurkenndi Brasilíumaðurinn David Luiz þegar hann var spurður um ósætti innan Chelsea-liðsins eftir tapið á laugardag. Chelsea er með eins stigs forskot á Juventus og tryggir sig því áfram með sigri. Tap flækir málin ekki síst ef Shakhtar Donetsk vinnur sinn leik á móti Nordsjælland. Chelsea þarf þá að vinna sinn leik á móti Dönunum í lokaumferðinni og treysta jafnframt á að Juve fá ekki stig á móti úkraínska liðinu. Barcelona tryggir sig áfram með útisigri á Spartak Moskvu og Celtic nægir stig á móti Benfica til að komast áfram upp úr sama riðli. Valencia og Bayern München geta líka bæði tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum þegar þau mætast á Spáni í kvöld en aðeins ef BATE Borisov tapar stigum á móti Lille. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Sjá meira
Það er mikið um að vera í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld og mikið í húfi hjá mörgum liðum í riðlakeppninni. Alls verða fjórir leikir í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2 og er fyrsti leikurinn á dagskrá kl. 17 þar sem að stórlið Barcelona mætir Spartak á útivelli í Moskvu í Rússlandi. Sex félög geta tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld þegar næstsíðasta umferðin fer fram í riðlum E til H en það þarf þó mikið að gerast til að sum liðanna komist áfram. Þorsteinn J fer að venju yfir það sem hæst ber í upphitunarþætti sem hefst kl. 19 og öllum leikjum kvöldsins verða gerð skil í Meistaramörkunum sem hefjast kl. 21.45. Reynir Leósson og Heimir Guðjónsson verða með Þorsteini J í þættinum í kvöld. 16:55 Spartak Moskva – Barcelona | Sport 2 | HD 19:00 Þorsteinn J. og gestir – upphitun | Sport 2 | HD 19:30 Valencia - Bayern Munchen | Sport 4 | 19:30 Galatasaray - Man. Utd. | Sport 3 | 19:30 Juventus – Chelsea | Sport 2 | HD 21:45 Þorsteinn J. og gestir – meistaramörk | Sport 2 | HD Manchester United er eina liðið úr riðlum kvöldsins sem er þegar komið áfram upp úr sínum riðli. Fjögur lið geta treyst á sig sjálf í kvöld og komist áfram með sigri en það eru Barcelona, Celtic, Shakhtar Donetsk og Chelsea. Evrópumeistarar Chelsea mega ekki misstíga sig í Torinó þar sem liðið heimsækir Juventus. Chelsea hefur verið í ströggli heima fyrir og tapaði fyrir West Brom um helgina. „Af einhverjum ókunnum ástæðum þá virðist nóvember vera slæmur mánuður fyrir Chelsea," sagði stjórinn Roberto Di Matteo á blaðamannfundi fyrir leikinn. „Ástandið er ekki gott," viðurkenndi Brasilíumaðurinn David Luiz þegar hann var spurður um ósætti innan Chelsea-liðsins eftir tapið á laugardag. Chelsea er með eins stigs forskot á Juventus og tryggir sig því áfram með sigri. Tap flækir málin ekki síst ef Shakhtar Donetsk vinnur sinn leik á móti Nordsjælland. Chelsea þarf þá að vinna sinn leik á móti Dönunum í lokaumferðinni og treysta jafnframt á að Juve fá ekki stig á móti úkraínska liðinu. Barcelona tryggir sig áfram með útisigri á Spartak Moskvu og Celtic nægir stig á móti Benfica til að komast áfram upp úr sama riðli. Valencia og Bayern München geta líka bæði tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum þegar þau mætast á Spáni í kvöld en aðeins ef BATE Borisov tapar stigum á móti Lille.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Sjá meira