Fótbolti

Mancini: Löggan sú eina sem getur stoppað Ronaldo

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo fagnar marki í fyrri leiknum.
Cristiano Ronaldo fagnar marki í fyrri leiknum. Mynd/AFP
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, var léttur á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildarleikinn á móti Real Madrid á morgun. Manchester City verður að vinna leikinn.

Roberto Mancini hrósaði portúgalska leikmanninum Cristiano Ronaldo og telur að hann eigi að vinna Gullbolta FIFA. Þegar hann var spurður hvernig City-liðið ætlaði að fara að því að stoppa Ronaldo sló hann á léttar nótur.

„Ætlum við verðum ekki bara að hringja í lögregluna," grínaðist Roberto Mancini en bætti svo við:

„Hann er topp leikmaður og á skilið að vinna Gullboltann. Hann skoraði svo mörg mörk á síðasta tímabili og það hjálpaði Real að enda ofar en Barcelona," sagði Mancini.

„Ég vona að hann eigi slæman leik á miðkvikudaginn. Það er alltaf erfitt að ráða við leikmann sem getur auðveldlega skorað eitt eða tvö mörk í hverjum leik," sagði Mancini.

Leikur Manchester City á móti Real Madrid í Meistaradeildinni á morgun verður fyrsti leikur Cristiano Ronaldo í Manchester-borg síðan að hann var seldur frá Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×