Fótbolti

United-liðið laumaði sér í gegnum flugstöðina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United og Darren Fletcher mættu á blaðamannafund fyrir leikinn á móti Galatasaray sem fram fer í Meistaradeildinni í kvöld en þar var mönnum tíðrætt um móttökurnar sem United-liðið fékk í Tyrklandi.

United-menn laumuðu sér í gegnum flugstöðina að þessu sinni og sluppu því við að ganga í gegnum í æstan stuðningsmannahóp Galatasaray-liðsins en tyrknesku blaðmannamennirnir spurðu þá félaga út í hegðun landa sinna.

Ferguson viðurkenndi að hafa orðið smeykur þegar United kom fyrst til Tyrklands árið 1993 en nú viti hann og lærisveinar hans í United við hverju er að búast. Hann hrósaði Tyrkjum fyrir ástríðu gagnvart fótboltanum.

Darren Fletcher sagði að það væri einstakt andrúmsloft á leikjum í Tyrklandi og það væri áskorun fyrir liðið að leik við slíkar aðstæður. Fletcher sagði að besta leiðin til að takast á við svona kringumstæður sé að reyna að njóta þess að spila í látunum.

Það er hægt að sjá myndbrot frá fundinum með því að smella hér fyrir ofan.

Leikur Galatasaray og Manchester United hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×