Fella tré og fara í bústað á aðventunni 23. nóvember 2012 14:30 Þórunn Högna er að verða búin að undirbúa jólin. Þórunn Högnadóttir, ritstjóri veftímaritsins Nude Home, er ekki bara upptekin við að skreyta fyrir blaðið sitt heldur er hún nánast búin að öllu fyrir jólin heima fyrir. Lífið leit inn á fallega heimilið hennar og forvitnaðist um nýjasta aðventukransinn sem hún var að leggja lokahönd á. Hvenær hefst jólaundirbúningurinn á þínu heimili? Hann byrjar yfirleitt frekar snemma hjá mér eða í kringum miðjan október, en þá er komið smá jóla hér og þar. Vegna vinnu minnar koma jólin nokkuð snemma, en mér finnst það bara gaman. Ertu kannski búin að öllu? Já, ég er langt komin með jólaundirbúninginn, það er nánast allt húsið komið í jólafötin, jólakortin eru klár, mig vantar bara nokkrar jólagjafir upp á. En svo geymi ég alltaf smá skraut þangað til fyrsta í aðventu og svo skreytum við jólatréð viku fyrir jól. Eru einhverjar sérstakar jólahefðir sem þið hafið tileinkað ykkur og sinnið á hverju ári? Það eru nokkrar jólahefðir hjá okkur. Við höfum til dæmis farið síðastliðin fimm ár austur að Geysi í Haukadal með fjölskyldunni á jólahlaðborðið og verið í bústað í nokkra daga, svo er toppurinn þegar við förum í Haukadalsskóg og fellum jólatréð okkar. Svo má ekki gleyma jólatónleikunum hjá Frostrósum sem ég missi aldrei af í desember. Hvað eldið þið í jólamatinn? Hún móðir mín sér alveg um jólamatinn, aspassúpa í forrétt, hamborgarhryggur í aðalrétt og ananasfrómas í eftirrétt, þetta klikkar aldrei. Uppáhaldsjólalagið þitt? Þau eru nokkur, en ég held mikið upp á „Ó helga nótt" með Agli Ólafs. Hvaða þema er í skreytingunum hjá þér í ár? Náttúrulegir litir með greni og könglum, hvít kerti og svo er ég alveg veik fyrir hreindýrum. Segðu okkur aðeins frá kransinum? Hann er hlýlegur en samt töff, mér finnst gaman að prófa eitthvað nýtt þegar kemur að aðventukrönsum. Ég varð alveg heilluð af þessum litlu glerkúplum sem ég sá í ILVA, en þeir gera kransinn pínu öðruvísi. Hvaða hráefni notar þú í hann? Stóran gráan sink-bakka, fjóra litla glerkúpla, fjóra sandlitaða kertastjaka í tveimur stærðum (TIGER), fjögur hvít kerti, fullt af könglum, fjögur sink-merkispjöld frá Púkó&smart, svarta tölustafi, tuju-greni, brúnt leðurband og æðislegu hreindýrin frá House Doctor sem setja punktinn yfir i-ið.Frumlegur og fallegur krans hjá Þórunnu. Jólafréttir Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira
Þórunn Högnadóttir, ritstjóri veftímaritsins Nude Home, er ekki bara upptekin við að skreyta fyrir blaðið sitt heldur er hún nánast búin að öllu fyrir jólin heima fyrir. Lífið leit inn á fallega heimilið hennar og forvitnaðist um nýjasta aðventukransinn sem hún var að leggja lokahönd á. Hvenær hefst jólaundirbúningurinn á þínu heimili? Hann byrjar yfirleitt frekar snemma hjá mér eða í kringum miðjan október, en þá er komið smá jóla hér og þar. Vegna vinnu minnar koma jólin nokkuð snemma, en mér finnst það bara gaman. Ertu kannski búin að öllu? Já, ég er langt komin með jólaundirbúninginn, það er nánast allt húsið komið í jólafötin, jólakortin eru klár, mig vantar bara nokkrar jólagjafir upp á. En svo geymi ég alltaf smá skraut þangað til fyrsta í aðventu og svo skreytum við jólatréð viku fyrir jól. Eru einhverjar sérstakar jólahefðir sem þið hafið tileinkað ykkur og sinnið á hverju ári? Það eru nokkrar jólahefðir hjá okkur. Við höfum til dæmis farið síðastliðin fimm ár austur að Geysi í Haukadal með fjölskyldunni á jólahlaðborðið og verið í bústað í nokkra daga, svo er toppurinn þegar við förum í Haukadalsskóg og fellum jólatréð okkar. Svo má ekki gleyma jólatónleikunum hjá Frostrósum sem ég missi aldrei af í desember. Hvað eldið þið í jólamatinn? Hún móðir mín sér alveg um jólamatinn, aspassúpa í forrétt, hamborgarhryggur í aðalrétt og ananasfrómas í eftirrétt, þetta klikkar aldrei. Uppáhaldsjólalagið þitt? Þau eru nokkur, en ég held mikið upp á „Ó helga nótt" með Agli Ólafs. Hvaða þema er í skreytingunum hjá þér í ár? Náttúrulegir litir með greni og könglum, hvít kerti og svo er ég alveg veik fyrir hreindýrum. Segðu okkur aðeins frá kransinum? Hann er hlýlegur en samt töff, mér finnst gaman að prófa eitthvað nýtt þegar kemur að aðventukrönsum. Ég varð alveg heilluð af þessum litlu glerkúplum sem ég sá í ILVA, en þeir gera kransinn pínu öðruvísi. Hvaða hráefni notar þú í hann? Stóran gráan sink-bakka, fjóra litla glerkúpla, fjóra sandlitaða kertastjaka í tveimur stærðum (TIGER), fjögur hvít kerti, fullt af könglum, fjögur sink-merkispjöld frá Púkó&smart, svarta tölustafi, tuju-greni, brúnt leðurband og æðislegu hreindýrin frá House Doctor sem setja punktinn yfir i-ið.Frumlegur og fallegur krans hjá Þórunnu.
Jólafréttir Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira