Formúla 1

Alonso heimsmeistari í augnablikinu

Birgir Þór Harðarson skrifar
Vettel þarf nú að berjast fyrir lífi sínu í brasilíska kappakstrinum.
Vettel þarf nú að berjast fyrir lífi sínu í brasilíska kappakstrinum. nordicphotos/afp
Fernando Alonso mun vinna heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1 ef kappaksturinn fer eins og hann stendur núna. Alonso er í þriðja sæti á eftir McLaren-bílunum tveimur en Sebastian Vettel lenti í samstuði við Bruno Senna á fyrsta hring og féll í síðasta sæti.

Vettel er samt sem áður á fljúgandi siglingu og er búinn að setja hraðasta hring keppninnar og er kominn í áttunda sæti eftir að keppinautarnir sóttu sér regndekk. Aðeins sex hringir eru búinir af 71. Nú rignir eldi og brennisteini í Sao Paulo.

Búast má við miklu fjöri á Stöð 2 Sport næstu klukkustundina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×