Það verður seint sagt að Verslunarskólanemar kunni ekki að halda viðburði sem slá þetta lika svona í gegn eins og meðfylgjandi myndir sem teknar voru á föstudaginn í Hörpu á Vælinu, söngvakeppni Verslunarskóla Íslands, sýna. Stemningin var frábær og nemendur sem mættu prúðbúnir voru sammála um að keppendur voru einstaklega hæfileikaríkir í ár.
Ólöf Kristín Þórsteinsdóttir sigraði keppnina með lagið Feeling Good sem Nina Simone söng eftirminnilega. Sagan segir að hver einasti Verslingur í salnum hafi fengið gæsahúð við flutning Ólafar.