Félagsmiðstöðin Rauðagerði úr Vestmannaeyjum bar sigur úr býtum í keppninni Stíll sem Samfés, samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, hélt um helgina.
Stíll er keppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema.
Hver félagsmiðstöð má senda eitt lið til keppninnar og í hverju liði mega vera tveir til fjórir einstaklingar, þar af eitt módel. Í öðru sæti varð félagsmiðstöðin Zero frá Flúðum og í því þriðja varð Pegasus úr Kópavogi.
-fb
Rauðagerði sigurvegari Stíls
