Með ólíkindum að Vettel tækist að klára mótið Birgir Þór Harðarson skrifar 26. nóvember 2012 21:15 Senna ekur inn í hlið Vettels. Ótrúlegt er að bíllinn hafi ekki skemmst meira við áreksturinn. Christian Horner, liðstjóri heimsmeistara Red Bull í Formúlu 1 og yfirmaður heimsmeistarans Sebastian Vettel, segist hafa óttast að Vettel myndi ekki ná að klára kappaksturinn í Brasilíu í gær. Vettel lenti í óhappi á fyrsta hring og um leið komst keppinautur hans í vænlega stöðu. Vettel snérist á brautinni eftir samstuð við Bruno Senna í fjórðu beygju. Á meðan Red Bull-bíllinn sneri í ranga átt ók Senna stjórnlausum Williams-bílnum aftur inn í hliðina á Vettel með þeim afleiðingum að bíllinn skemmdist nokkuð. "Það voru þó nokkrar skemmdir á pústinu," sagði Horner. "Það eru viðkvæmir hlutir sem þola ekki mikið hnjask. Við höfðum mjög miklar áhyggjur af þessu." Spurður hvort skemmdirnar hefðu getað þvingað Vettel til að hætta keppni sagði Horner: "Ekki spurning." Adrian Newey, aðalhönnuður og tæknistjóri Red Bull-liðsins, sat í boðvanginum stuttu eftir áreksturinn og rannsakaði útprentaða mynd af skemmdunum á bíl Vettel. Newey sagði við Sky Sports í gær hafa haft mjög miklar áhyggjur af skemmdunum. "Þetta eru örugglega verstu skemmdir sem þú getur haft en samt lokið kappakstrinum," sagði Newey svo við Autosport. "Við fylgjumst grannt með niðurtoginu á bílnum og sáum að við höfðum tapað smá niðurtogi að aftan," sagði Newey ennfremur. "Við breyttum stillingunni á framvængnum örlítið í fyrsta viðgerðarhléinu." "Svo höfðum við mjög miklar áhyggjur af beyglunni á pústkerfinu. Með svona skemmdir eru mjög miklar líkur á því að það klikki og um leið og það gerist mundi að öllum líkindum kvikna í yfirbyggingunni og þá er keppnin þín búin." Til að mæta þessum áhyggjum sínum breyttu þeir vélforrituninni til að lágmarka hitann frá pústinu. "Bíllinn var ekki eins góður fyrir vikið en við reyndum bara að koma honum í mark." Vettel lauk mótinu í sjötta sæti og tryggði sér þriðja heimsmeistaratitilinn í röð með þriggja stiga forskot á Alonso sem var allan tíman í vænlegri stöðu. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Christian Horner, liðstjóri heimsmeistara Red Bull í Formúlu 1 og yfirmaður heimsmeistarans Sebastian Vettel, segist hafa óttast að Vettel myndi ekki ná að klára kappaksturinn í Brasilíu í gær. Vettel lenti í óhappi á fyrsta hring og um leið komst keppinautur hans í vænlega stöðu. Vettel snérist á brautinni eftir samstuð við Bruno Senna í fjórðu beygju. Á meðan Red Bull-bíllinn sneri í ranga átt ók Senna stjórnlausum Williams-bílnum aftur inn í hliðina á Vettel með þeim afleiðingum að bíllinn skemmdist nokkuð. "Það voru þó nokkrar skemmdir á pústinu," sagði Horner. "Það eru viðkvæmir hlutir sem þola ekki mikið hnjask. Við höfðum mjög miklar áhyggjur af þessu." Spurður hvort skemmdirnar hefðu getað þvingað Vettel til að hætta keppni sagði Horner: "Ekki spurning." Adrian Newey, aðalhönnuður og tæknistjóri Red Bull-liðsins, sat í boðvanginum stuttu eftir áreksturinn og rannsakaði útprentaða mynd af skemmdunum á bíl Vettel. Newey sagði við Sky Sports í gær hafa haft mjög miklar áhyggjur af skemmdunum. "Þetta eru örugglega verstu skemmdir sem þú getur haft en samt lokið kappakstrinum," sagði Newey svo við Autosport. "Við fylgjumst grannt með niðurtoginu á bílnum og sáum að við höfðum tapað smá niðurtogi að aftan," sagði Newey ennfremur. "Við breyttum stillingunni á framvængnum örlítið í fyrsta viðgerðarhléinu." "Svo höfðum við mjög miklar áhyggjur af beyglunni á pústkerfinu. Með svona skemmdir eru mjög miklar líkur á því að það klikki og um leið og það gerist mundi að öllum líkindum kvikna í yfirbyggingunni og þá er keppnin þín búin." Til að mæta þessum áhyggjum sínum breyttu þeir vélforrituninni til að lágmarka hitann frá pústinu. "Bíllinn var ekki eins góður fyrir vikið en við reyndum bara að koma honum í mark." Vettel lauk mótinu í sjötta sæti og tryggði sér þriðja heimsmeistaratitilinn í röð með þriggja stiga forskot á Alonso sem var allan tíman í vænlegri stöðu.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira