Með ólíkindum að Vettel tækist að klára mótið Birgir Þór Harðarson skrifar 26. nóvember 2012 21:15 Senna ekur inn í hlið Vettels. Ótrúlegt er að bíllinn hafi ekki skemmst meira við áreksturinn. Christian Horner, liðstjóri heimsmeistara Red Bull í Formúlu 1 og yfirmaður heimsmeistarans Sebastian Vettel, segist hafa óttast að Vettel myndi ekki ná að klára kappaksturinn í Brasilíu í gær. Vettel lenti í óhappi á fyrsta hring og um leið komst keppinautur hans í vænlega stöðu. Vettel snérist á brautinni eftir samstuð við Bruno Senna í fjórðu beygju. Á meðan Red Bull-bíllinn sneri í ranga átt ók Senna stjórnlausum Williams-bílnum aftur inn í hliðina á Vettel með þeim afleiðingum að bíllinn skemmdist nokkuð. "Það voru þó nokkrar skemmdir á pústinu," sagði Horner. "Það eru viðkvæmir hlutir sem þola ekki mikið hnjask. Við höfðum mjög miklar áhyggjur af þessu." Spurður hvort skemmdirnar hefðu getað þvingað Vettel til að hætta keppni sagði Horner: "Ekki spurning." Adrian Newey, aðalhönnuður og tæknistjóri Red Bull-liðsins, sat í boðvanginum stuttu eftir áreksturinn og rannsakaði útprentaða mynd af skemmdunum á bíl Vettel. Newey sagði við Sky Sports í gær hafa haft mjög miklar áhyggjur af skemmdunum. "Þetta eru örugglega verstu skemmdir sem þú getur haft en samt lokið kappakstrinum," sagði Newey svo við Autosport. "Við fylgjumst grannt með niðurtoginu á bílnum og sáum að við höfðum tapað smá niðurtogi að aftan," sagði Newey ennfremur. "Við breyttum stillingunni á framvængnum örlítið í fyrsta viðgerðarhléinu." "Svo höfðum við mjög miklar áhyggjur af beyglunni á pústkerfinu. Með svona skemmdir eru mjög miklar líkur á því að það klikki og um leið og það gerist mundi að öllum líkindum kvikna í yfirbyggingunni og þá er keppnin þín búin." Til að mæta þessum áhyggjum sínum breyttu þeir vélforrituninni til að lágmarka hitann frá pústinu. "Bíllinn var ekki eins góður fyrir vikið en við reyndum bara að koma honum í mark." Vettel lauk mótinu í sjötta sæti og tryggði sér þriðja heimsmeistaratitilinn í röð með þriggja stiga forskot á Alonso sem var allan tíman í vænlegri stöðu. Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Christian Horner, liðstjóri heimsmeistara Red Bull í Formúlu 1 og yfirmaður heimsmeistarans Sebastian Vettel, segist hafa óttast að Vettel myndi ekki ná að klára kappaksturinn í Brasilíu í gær. Vettel lenti í óhappi á fyrsta hring og um leið komst keppinautur hans í vænlega stöðu. Vettel snérist á brautinni eftir samstuð við Bruno Senna í fjórðu beygju. Á meðan Red Bull-bíllinn sneri í ranga átt ók Senna stjórnlausum Williams-bílnum aftur inn í hliðina á Vettel með þeim afleiðingum að bíllinn skemmdist nokkuð. "Það voru þó nokkrar skemmdir á pústinu," sagði Horner. "Það eru viðkvæmir hlutir sem þola ekki mikið hnjask. Við höfðum mjög miklar áhyggjur af þessu." Spurður hvort skemmdirnar hefðu getað þvingað Vettel til að hætta keppni sagði Horner: "Ekki spurning." Adrian Newey, aðalhönnuður og tæknistjóri Red Bull-liðsins, sat í boðvanginum stuttu eftir áreksturinn og rannsakaði útprentaða mynd af skemmdunum á bíl Vettel. Newey sagði við Sky Sports í gær hafa haft mjög miklar áhyggjur af skemmdunum. "Þetta eru örugglega verstu skemmdir sem þú getur haft en samt lokið kappakstrinum," sagði Newey svo við Autosport. "Við fylgjumst grannt með niðurtoginu á bílnum og sáum að við höfðum tapað smá niðurtogi að aftan," sagði Newey ennfremur. "Við breyttum stillingunni á framvængnum örlítið í fyrsta viðgerðarhléinu." "Svo höfðum við mjög miklar áhyggjur af beyglunni á pústkerfinu. Með svona skemmdir eru mjög miklar líkur á því að það klikki og um leið og það gerist mundi að öllum líkindum kvikna í yfirbyggingunni og þá er keppnin þín búin." Til að mæta þessum áhyggjum sínum breyttu þeir vélforrituninni til að lágmarka hitann frá pústinu. "Bíllinn var ekki eins góður fyrir vikið en við reyndum bara að koma honum í mark." Vettel lauk mótinu í sjötta sæti og tryggði sér þriðja heimsmeistaratitilinn í röð með þriggja stiga forskot á Alonso sem var allan tíman í vænlegri stöðu.
Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira