Ellefu sigrar í röð hjá Keflavík - Úrslit kvöldsins í kvennakörfunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2012 21:10 Birna Valgarðsdóttir. Mynd/Stefán Keflavíkurkonur héldu sigurgöngu sinni áfram í Dominosdeild kvenna í kvöld með því að vinna 40 stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík. Snæfell slapp með nauman sigur úr Grindavík og KR styrkti stöðu sína í 3. sætinu með sigri á botnliði Fjölnis. Valskonur töpuðu sínum fjórða leik í röð þegar Haukaliðið skellti þeim á Ásvöllum.Keflavík átti ekki í miklum vandræðum með Njarðvík á heimavelli þar sem sex leikmenn liðsins skoruðu átta stig eða meira. Keflavík var 21 stigi yfir í hálfleik, 48-27 og var komið 31 stigi yfir fyrir lokaleikhlutann. Keflavík hefur nú unnið alla ellefu leiki sína á tímabilinu.Snæfell vann nauman sjö stiga sigur í Grindavík, 83-76, þar sem Snæfellsliðið tryggði sér sigur með því að skora tíu síðustu stig leiksins. Crystal Smith (37 stig/8 fráköst/6 stoðsendingar) átti frábæran leik hjá Grindavík en liðið var þremur stigum yfir, 76-73, þegar hún fékk sína fimmtu villu rúmum þremur mínútum fyrir leikslok.Haukakonur unnu flottan 17 stiga sigur á Val, 73-56, í Schenkerhöllinni á Ásvöllum og Valskonur hafa þar með tapað fjórum leikjum í röð. Siarre Evans (23 stig og 20 fráköst) var með tröllatvennu og þær Margrét Rósa Hálfdanardóttir (20 stig) og Gunnhildur Gunnarsdóttir (10 stig/10 fráköst/5 stoðsendingar) áttu báðar mjög góðan leik.KR-konur eru sterkar á heimavelli sínum og eru komnar með fjögurra stiga forskot á Val í baráttunni um þriðja sætið eftir átta stiga sigur á botnlið Fjölnis í DHl-höllinni í kvöld, 64-56. Þetta var fjórði heimasigur KR-liðsins í röð en þær hafa unnið 5 af 6 leikjum sínum í Frostaskjólinu á tímabilinu.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Grindavík-Snæfell 76-83 (8-17, 28-19, 25-22, 15-25)Grindavík: Crystal Smith 37/8 fráköst/6 stoðsendingar, Petrúnella Skúladóttir 17/7 fráköst, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 8, Helga Rut Hallgrímsdóttir 6/8 fráköst, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 6/10 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2.Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 28/9 fráköst/6 stoðsendingar, Kieraah Marlow 22/14 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 14/8 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 8, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 6/6 fráköst, Rósa Indriðadóttir 3, Ellen Alfa Högnadóttir 2.Keflavík-Njarðvík 84-54 (23-17, 25-10, 24-14, 12-13)Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 18/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 14/13 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 14/5 fráköst, Jessica Ann Jenkins 12/6 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 9/4 fráköst/5 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 8/6 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 6, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 3.Njarðvík: Lele Hardy 19/19 fráköst/6 stolnir, Salbjörg Sævarsdóttir 12/7 fráköst/4 varin skot, Emelía Ósk Grétarsdóttir 6, Eyrún Líf Sigurðardóttir 6, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 5, Sara Dögg Margeirsdóttir 4, Ásdís Vala Freysdóttir 1, Ína María Einarsdóttir 1.Haukar-Valur 73-56 (22-21, 16-11, 14-10, 21-14)Haukar: Siarre Evans 23/20 fráköst/3 varin skot, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 20/4 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 10/10 fráköst/5 stoðsendingar, Sólrún Inga Gísladóttir 5, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4, Auður Íris Ólafsdóttir 3, Inga Sif Sigfúsdóttir 3, María Lind Sigurðardóttir 3/5 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 2/4 varin skot.Valur: Guðbjörg Sverrisdóttir 15/5 fráköst/5 stoðsendingar, Alberta Auguste 10/8 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 10/9 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 6/5 stolnir, Kristrún Sigurjónsdóttir 6, Ragnheiður Benónísdóttir 4, Hallveig Jónsdóttir 3, María Björnsdóttir 2.KR-Fjölnir 64-56 (13-13, 10-11, 23-17, 18-15)KR: Björg Guðrún Einarsdóttir 14/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/8 fráköst, Patechia Hartman 13/8 fráköst, Helga Einarsdóttir 8/7 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 7/9 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 7/5 fráköst, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 2.Fjölnir: Britney Jones 15/9 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Bergdís Ragnarsdóttir 11/9 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 8/12 fráköst, Eva María Emilsdóttir 7/4 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 6/8 fráköst, Dagbjört Helga Eiríksdóttir 4/4 fráköst, Birna Eiríksdóttir 3, Hrund Jóhannsdóttir 2/5 fráköst. Dominos-deild kvenna Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Tiger Woods sleit hásin Golf Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira
Keflavíkurkonur héldu sigurgöngu sinni áfram í Dominosdeild kvenna í kvöld með því að vinna 40 stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík. Snæfell slapp með nauman sigur úr Grindavík og KR styrkti stöðu sína í 3. sætinu með sigri á botnliði Fjölnis. Valskonur töpuðu sínum fjórða leik í röð þegar Haukaliðið skellti þeim á Ásvöllum.Keflavík átti ekki í miklum vandræðum með Njarðvík á heimavelli þar sem sex leikmenn liðsins skoruðu átta stig eða meira. Keflavík var 21 stigi yfir í hálfleik, 48-27 og var komið 31 stigi yfir fyrir lokaleikhlutann. Keflavík hefur nú unnið alla ellefu leiki sína á tímabilinu.Snæfell vann nauman sjö stiga sigur í Grindavík, 83-76, þar sem Snæfellsliðið tryggði sér sigur með því að skora tíu síðustu stig leiksins. Crystal Smith (37 stig/8 fráköst/6 stoðsendingar) átti frábæran leik hjá Grindavík en liðið var þremur stigum yfir, 76-73, þegar hún fékk sína fimmtu villu rúmum þremur mínútum fyrir leikslok.Haukakonur unnu flottan 17 stiga sigur á Val, 73-56, í Schenkerhöllinni á Ásvöllum og Valskonur hafa þar með tapað fjórum leikjum í röð. Siarre Evans (23 stig og 20 fráköst) var með tröllatvennu og þær Margrét Rósa Hálfdanardóttir (20 stig) og Gunnhildur Gunnarsdóttir (10 stig/10 fráköst/5 stoðsendingar) áttu báðar mjög góðan leik.KR-konur eru sterkar á heimavelli sínum og eru komnar með fjögurra stiga forskot á Val í baráttunni um þriðja sætið eftir átta stiga sigur á botnlið Fjölnis í DHl-höllinni í kvöld, 64-56. Þetta var fjórði heimasigur KR-liðsins í röð en þær hafa unnið 5 af 6 leikjum sínum í Frostaskjólinu á tímabilinu.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Grindavík-Snæfell 76-83 (8-17, 28-19, 25-22, 15-25)Grindavík: Crystal Smith 37/8 fráköst/6 stoðsendingar, Petrúnella Skúladóttir 17/7 fráköst, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 8, Helga Rut Hallgrímsdóttir 6/8 fráköst, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 6/10 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2.Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 28/9 fráköst/6 stoðsendingar, Kieraah Marlow 22/14 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 14/8 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 8, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 6/6 fráköst, Rósa Indriðadóttir 3, Ellen Alfa Högnadóttir 2.Keflavík-Njarðvík 84-54 (23-17, 25-10, 24-14, 12-13)Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 18/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 14/13 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 14/5 fráköst, Jessica Ann Jenkins 12/6 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 9/4 fráköst/5 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 8/6 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 6, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 3.Njarðvík: Lele Hardy 19/19 fráköst/6 stolnir, Salbjörg Sævarsdóttir 12/7 fráköst/4 varin skot, Emelía Ósk Grétarsdóttir 6, Eyrún Líf Sigurðardóttir 6, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 5, Sara Dögg Margeirsdóttir 4, Ásdís Vala Freysdóttir 1, Ína María Einarsdóttir 1.Haukar-Valur 73-56 (22-21, 16-11, 14-10, 21-14)Haukar: Siarre Evans 23/20 fráköst/3 varin skot, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 20/4 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 10/10 fráköst/5 stoðsendingar, Sólrún Inga Gísladóttir 5, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4, Auður Íris Ólafsdóttir 3, Inga Sif Sigfúsdóttir 3, María Lind Sigurðardóttir 3/5 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 2/4 varin skot.Valur: Guðbjörg Sverrisdóttir 15/5 fráköst/5 stoðsendingar, Alberta Auguste 10/8 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 10/9 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 6/5 stolnir, Kristrún Sigurjónsdóttir 6, Ragnheiður Benónísdóttir 4, Hallveig Jónsdóttir 3, María Björnsdóttir 2.KR-Fjölnir 64-56 (13-13, 10-11, 23-17, 18-15)KR: Björg Guðrún Einarsdóttir 14/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/8 fráköst, Patechia Hartman 13/8 fráköst, Helga Einarsdóttir 8/7 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 7/9 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 7/5 fráköst, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 2.Fjölnir: Britney Jones 15/9 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Bergdís Ragnarsdóttir 11/9 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 8/12 fráköst, Eva María Emilsdóttir 7/4 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 6/8 fráköst, Dagbjört Helga Eiríksdóttir 4/4 fráköst, Birna Eiríksdóttir 3, Hrund Jóhannsdóttir 2/5 fráköst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Tiger Woods sleit hásin Golf Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira