23 þúsund manns sjá Frostrósir, Jólagesti Björgvins og Baggalút 29. nóvember 2012 10:53 Baggalútur nálgast Jólagesti Björgvins í vinsældum. Frostrósir enn á toppnum. Búist er við að um 23 þúsund miðar seljist samanlagt á jólatónleika Baggalúts, Björgvins Halldórssonar og Frostrósa fyrir þessi jól. Baggalútur er farinn að nálgast Jólagesti Björgvins mjög í vinsældum. Grallararnir halda níu jólatónleika í ár, sem þegar er uppselt á. Seldir miðar eru í kringum fimm þúsund í heildina. Þrennir tónleikar eru afstaðnir í Hofi á Akureyri og einir verða á Akranesi í kvöld. Fimm verða svo í Háskólabíói í desember. Baggalútsmenn hafa aldrei áður haldið jafnmarga jólatónleika á einu ári. "Fólk fær útrás fyrir Baggalút í desember. Svo fáum við mestmegnis að vera í fríi aðra mánuði ársins," segir Bragi Valdimar Skúlason. "Ég veit ekki hvenær við fáum að hætta þessu. Fólk er farið að heimta miða í ágúst. Jólahefðir, þær eru svolítið sérstakar." Spurður hvort Baggalútur eigi eftir að halda áfram með jólatónleika næstu tuttugu árin segir hann: "Mér sýnist allt stefna í það. Við verðum sennilega ellidauðir í einhverjum jólafíling." Þess má geta að enn eitt jólalagið frá Baggalúti er væntanlegt og heitir það Heims um bóleró. Jólagestir Björgvins hafa fest sig í sessi undanfarin ár. Tvennir tónleikar verða haldnir í Laugardalshöll 15. desember. Uppselt er á þá síðari klukkan 21 en enn eru til miðar á þá fyrri sem verða kl. 16. Líklegt er að þeir miðar seljist upp og samanlagt verða því um sex þúsund manns sem sjá Bó og félaga í Höllinni. "Þetta er sjöunda árið sem ég er með þetta og það er enn mikill áhugi á þessu. Það hefur bæst svolítið í tónleikaflóruna því það er mikið af afþreyingu og tónleikum af öllu tagi fyrir jólin. Við reynum að halda miðaverðinu í skefjum en sláum ekkert af gæðunum," segir Björgvin. Frostrósir eru vinsælastar fyrir þessi jól. Hátt í átta þúsund miðar hafa selst á fimm tónleika þeirra í Eldborgarsal Hörpunnar fyrir jólin. Um er að ræða ferna hefðbundna Frostrósatónleika og eina Klassík-tónleika. Tilkynnt hefur verið um aukatónleika fyrir báðar tegundirnar. Þrennir tónleikar verða einnig haldnir í Hofi á Akureyri og er uppselt á eina þeirra. Samkvæmt Samúel Kristjánssyni hjá Frostrósum hafa samanlagt selst um níu til tíu þúsund miðar á alla tónleikana í desember. „Það hafa aldrei verið haldir Frostrósatónleikar sem ekki selst upp á. Við erum í skýjunum með að halda okkar hlut.“ Jólafréttir Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
Baggalútur nálgast Jólagesti Björgvins í vinsældum. Frostrósir enn á toppnum. Búist er við að um 23 þúsund miðar seljist samanlagt á jólatónleika Baggalúts, Björgvins Halldórssonar og Frostrósa fyrir þessi jól. Baggalútur er farinn að nálgast Jólagesti Björgvins mjög í vinsældum. Grallararnir halda níu jólatónleika í ár, sem þegar er uppselt á. Seldir miðar eru í kringum fimm þúsund í heildina. Þrennir tónleikar eru afstaðnir í Hofi á Akureyri og einir verða á Akranesi í kvöld. Fimm verða svo í Háskólabíói í desember. Baggalútsmenn hafa aldrei áður haldið jafnmarga jólatónleika á einu ári. "Fólk fær útrás fyrir Baggalút í desember. Svo fáum við mestmegnis að vera í fríi aðra mánuði ársins," segir Bragi Valdimar Skúlason. "Ég veit ekki hvenær við fáum að hætta þessu. Fólk er farið að heimta miða í ágúst. Jólahefðir, þær eru svolítið sérstakar." Spurður hvort Baggalútur eigi eftir að halda áfram með jólatónleika næstu tuttugu árin segir hann: "Mér sýnist allt stefna í það. Við verðum sennilega ellidauðir í einhverjum jólafíling." Þess má geta að enn eitt jólalagið frá Baggalúti er væntanlegt og heitir það Heims um bóleró. Jólagestir Björgvins hafa fest sig í sessi undanfarin ár. Tvennir tónleikar verða haldnir í Laugardalshöll 15. desember. Uppselt er á þá síðari klukkan 21 en enn eru til miðar á þá fyrri sem verða kl. 16. Líklegt er að þeir miðar seljist upp og samanlagt verða því um sex þúsund manns sem sjá Bó og félaga í Höllinni. "Þetta er sjöunda árið sem ég er með þetta og það er enn mikill áhugi á þessu. Það hefur bæst svolítið í tónleikaflóruna því það er mikið af afþreyingu og tónleikum af öllu tagi fyrir jólin. Við reynum að halda miðaverðinu í skefjum en sláum ekkert af gæðunum," segir Björgvin. Frostrósir eru vinsælastar fyrir þessi jól. Hátt í átta þúsund miðar hafa selst á fimm tónleika þeirra í Eldborgarsal Hörpunnar fyrir jólin. Um er að ræða ferna hefðbundna Frostrósatónleika og eina Klassík-tónleika. Tilkynnt hefur verið um aukatónleika fyrir báðar tegundirnar. Þrennir tónleikar verða einnig haldnir í Hofi á Akureyri og er uppselt á eina þeirra. Samkvæmt Samúel Kristjánssyni hjá Frostrósum hafa samanlagt selst um níu til tíu þúsund miðar á alla tónleikana í desember. „Það hafa aldrei verið haldir Frostrósatónleikar sem ekki selst upp á. Við erum í skýjunum með að halda okkar hlut.“
Jólafréttir Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira