SAS flugfélagið bjargaðist fyrir horn í nótt 19. nóvember 2012 06:17 Allar líkur eru á að SAS flugfélaginu hafi tekist að bjarga sér fyrir horn í nótt. Samningafundir við forystumenn verkalýðsfélaga starfsmanna félagsins stóðu yfir í alla nótt. Í morgun var tilkynnt að náðst hefði sögulegur samningur við verkalýðsfélög flugmanna í Danmörku, Svíþjóð og Noregi og við verkalýðsfélög flugliða í Noregi og Svíþjóð. Aðeins á eftir að ganga frá samningum við verkalýðsfélag flugliða í Danmörku. Hefðu þessir samningar ekki tekist var SAS reiðubúið að lýsa sig gjaldþrota í dag. Samningarnir fela í sér verulegar kjaraskerðingar fyrir starfsmennina en þeir voru liður í umfangsmiklum sparnaðaraðgerðum félagsins. Fyrrgreindir starfsmenn munu taka á sig allt að 15% launaskerðingu, laun millistjórnenda munu lækka um 17% og forstjórinn tekur á sig 20% launalækkun. Þá mun vinnuskylda starfsmannanna aukast úr 42 tímum á viku og upp í 47,5 tíma. Auk þessa mun eftirlaunaaldurinn hækka úr 60 árum og í 65 ár. Þessir samningar og aðrar sparnaðaraðgerðir sem kynntar voru í síðustu viku eru forsenda þess að SAS fái lán frá sex bönkum upp á rúmlega 4 milljarða danskra kr. eða tæplega 90 milljarða króna til að halda rekstri sínum gangandi. Eftir að ljóst var í morgun að nær öll verkalýðsfélögin hefðu samið hækkaði verð á hlutabréfum SAS um ríflega 20% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Allar líkur eru á að SAS flugfélaginu hafi tekist að bjarga sér fyrir horn í nótt. Samningafundir við forystumenn verkalýðsfélaga starfsmanna félagsins stóðu yfir í alla nótt. Í morgun var tilkynnt að náðst hefði sögulegur samningur við verkalýðsfélög flugmanna í Danmörku, Svíþjóð og Noregi og við verkalýðsfélög flugliða í Noregi og Svíþjóð. Aðeins á eftir að ganga frá samningum við verkalýðsfélag flugliða í Danmörku. Hefðu þessir samningar ekki tekist var SAS reiðubúið að lýsa sig gjaldþrota í dag. Samningarnir fela í sér verulegar kjaraskerðingar fyrir starfsmennina en þeir voru liður í umfangsmiklum sparnaðaraðgerðum félagsins. Fyrrgreindir starfsmenn munu taka á sig allt að 15% launaskerðingu, laun millistjórnenda munu lækka um 17% og forstjórinn tekur á sig 20% launalækkun. Þá mun vinnuskylda starfsmannanna aukast úr 42 tímum á viku og upp í 47,5 tíma. Auk þessa mun eftirlaunaaldurinn hækka úr 60 árum og í 65 ár. Þessir samningar og aðrar sparnaðaraðgerðir sem kynntar voru í síðustu viku eru forsenda þess að SAS fái lán frá sex bönkum upp á rúmlega 4 milljarða danskra kr. eða tæplega 90 milljarða króna til að halda rekstri sínum gangandi. Eftir að ljóst var í morgun að nær öll verkalýðsfélögin hefðu samið hækkaði verð á hlutabréfum SAS um ríflega 20% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn.
Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira