Lopapeysuævintýri er í uppsiglingu í Færeyjum í tengslum við frumsýningu á dönsku glæpaþáttunum Forbyrdelssen eða Glæpurinn í BBC.
Í þessum þáttum er höfuðpersónan Sara Lund hin einmanna lögreglukona, sem danska leikkonan Sofie Graböl leikur, oftast klædd í færeyska lopapeysu með klassískum munstrum.
Breska blaðið Daily Mail segir að búast megi við stóraukinni eftirspurn eftir þessum lopapeysum á Bretlandseyjum eftir að sýningar á þáttunum eru hafnar þar í landi.
Það er prjónastofan Guðrún og Guðrún í Þórshöfn í Færeyjum sem prjónar þessar lopapeysur fyrir framleiðendur dönsku sjónvarpsþáttanna. Þar að auki eru peysurnar til sölu í mörgum Evrópulöndum en þær kosta að meðaltali um 300 evrur eða ríflega 50.000 krónur stykkið.
Daily Mail segir að lopapeysurnar séu þegar orðnar vinsælar meðal breskra aðalsmanna í framhaldi af því að Graböl gaf nýlega Camillu Bowles eiginkonu Karls Bretaprins eina slíka.
Viðskipti erlent