Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað töluvert yfir helgina eða um allt að 1,5%. Tunnan af Brent olíunni er komin í tæpa 110 dollara og tunnan af bandrísku léttolíunni er komin í tæpa 88 dollara.
Á vefsíðunni forexpros segir að þessar hækkanir stafi einkum af ástandinu í Miðausturlöndum, það er átökunum milli Ísraelsmanna og Palestínumanna á Gaza svæðinu.
Auknar líkur á að Barack Obama Bandaríkjaforseti og bandaríska þingið nái samkomulagi um ríkisfjármálin vestan hafs hafa einnig ýtt undir hækkanir á olíuverðinu.
Viðskipti erlent