John Daly kastaði pútternum út í skóg Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 19. nóvember 2012 23:30 John Daly AP John Daly er einn þekktasti kylfingur heims en hann þarf að stóla á að fá boð frá styrktaraðilum til þess að komast inn á PGA mótin í Bandaríkjunum og hann hefur reynt fyrir sér á Evrópumótaröðinni. Daly var langt frá sínu besta á opna Hong Kong meistaramótinu sem lauk um helgina. Þar missti hann stjórn á skapi sínu þar sem hann kastaði pútternum sínum út í skóg. Daly var ósáttur þá truflun sem hann varð fyrir þegar áhorfendur trufluðu hann þar sem þeir voru að taka myndir af honum í miðri keppni. Daly var áminntur fyrir atvikið af mótshöldurum. Daly segir í Twitter-færslu að ástandið á golfvellinum hafi verið til skammar. Daly komst ekki í gegnum niðurskurðinn að loknum öðrum keppnisdegi, en hann lék á 72 og 75 höggum. Spánverjinn Miguel Angel Jimenez sigraði á mótinu en hann er elsti kylfingurinn sem hefur sigrað á móti á Evrópumótaröðinni, 48 ára gamall og 318 daga gamall. Á þessu tímabili hefur Daly komist í gegnum niðurskurðinn á átta af alls tólf mótum sem hann hefur tekið þátt í. Besti árangur hans er fjórða sætið á Katar meistaramótinu sem fram fór í febrúar. Daly lék á 15 mótum á PGA mótaröðinni á þessu ári, besti árangur hans var 15. sætið. Hann fékk um 57 milljónir kr. í verðlaunafá á PGA mótaröðinni á síðasta tímabili og um 47 milljónir kr. á Evrópumótaröðinni. Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
John Daly er einn þekktasti kylfingur heims en hann þarf að stóla á að fá boð frá styrktaraðilum til þess að komast inn á PGA mótin í Bandaríkjunum og hann hefur reynt fyrir sér á Evrópumótaröðinni. Daly var langt frá sínu besta á opna Hong Kong meistaramótinu sem lauk um helgina. Þar missti hann stjórn á skapi sínu þar sem hann kastaði pútternum sínum út í skóg. Daly var ósáttur þá truflun sem hann varð fyrir þegar áhorfendur trufluðu hann þar sem þeir voru að taka myndir af honum í miðri keppni. Daly var áminntur fyrir atvikið af mótshöldurum. Daly segir í Twitter-færslu að ástandið á golfvellinum hafi verið til skammar. Daly komst ekki í gegnum niðurskurðinn að loknum öðrum keppnisdegi, en hann lék á 72 og 75 höggum. Spánverjinn Miguel Angel Jimenez sigraði á mótinu en hann er elsti kylfingurinn sem hefur sigrað á móti á Evrópumótaröðinni, 48 ára gamall og 318 daga gamall. Á þessu tímabili hefur Daly komist í gegnum niðurskurðinn á átta af alls tólf mótum sem hann hefur tekið þátt í. Besti árangur hans er fjórða sætið á Katar meistaramótinu sem fram fór í febrúar. Daly lék á 15 mótum á PGA mótaröðinni á þessu ári, besti árangur hans var 15. sætið. Hann fékk um 57 milljónir kr. í verðlaunafá á PGA mótaröðinni á síðasta tímabili og um 47 milljónir kr. á Evrópumótaröðinni.
Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira