Fjórir stórir alþjóðlegir bankar, Citigroup, HSBC, Deutsche Bank og JP Morgan, þurfa að fara varlega á næstu misserum og halda sterkri lausafjárstöðu, samkvæmt skilyrðum sem eftirlitstofnanir hafa sett bönkunum. Frá þessu var greint á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC í morgun.
Að því er fram kemur í frétt BBC þurfa bankarnir að halda lausafjárhlutfalli sem nemur 2,5 prósentum af eignum, til viðbótar við það sjö prósent hlutfall, sem eftirlitsstofnanir eru farnar að gera kröfu um, að því er segir í umfjöllun BBC.
Krafan um aukna lausafjárstöðu kemur upphaflega frá FSB (Financial Stability Board) sem er eftirlitsstofnun á vegum G20 ríkjanna, en fundur fjármálaráðherra ríkjanna fer fram um helgina í Mexíkó.
Eitt meginviðfangsefni fundarins er fjárhagsstaða banka og fjármálafyrirtækja.
Sjá má frétt BBC hér.
Viðskipti erlent