Þóra Björg: Það furðulegasta sem ég hef lent í á ferlinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2012 19:45 Landsliðsmarkvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir og samherjar hennar hjá LdB Malmö sáu á eftir sænska meistaratitlinum til Tyresö en liðin mættust í hreinum úrslitaleik um titilinn í Malmö í gær. „Við erum að reyna að jafna okkur á þessu," segir Þóra Björg í samtali við Vísi en Malmö tapaði leiknum 1-0 eins og fjallað var um á Vísi í gær. Auk Þóru leikur Sara Björk Gunnarsdóttir með sænska liðinu. „Þetta var hörkuspennandi leikur og færi á báða bóga," segir Þóra en Malmö klúðraði vítaspyrnu í fyrri hálfleik auk þess að eiga skot í slána í þeim síðari. Umrædd atvik má sjá hér. „Þær settu fínt mark á okkur á 81. mínútu og svo skoruðum við beint á eftir. Þá átti sér stað furðulegasta atvik sem ég hef upplifað á ferlinum," segir Þóra.Atvikið umrædda má sjá með því að smella hér. Leikmaður Malmö sendir fyrir markið frá hægri og markvörður Tyresö missir boltann úr höndum sér þar sem hún stendur á línunni. Hún nær þó að grípa boltann aftur þar sem hann virtist kominn inn í markið. Aðstoðardómarinn gefur til kynna að mark hafi verið skorað, heimakonur fagna en gestirnir mótmæla. „Dómarinn flautar og fer til línuvarðarins. Dómarinn ákveður að hún hafi verið í betri aðstöðu til að sjá atvikið þó svo að hún hafi í raun ekki verið í neinni aðstöðu. Dómarinn dæmir ekki mark," segir Þóra en afar erfitt er að fullyrða af sjónvarpsmyndunum, sem vísað er til hér að ofan, hvort allur boltinn hafi verið inni eða ekki. „Ég var auðvitað ótrúlega langt frá þessu en maður veltir fyrir sér hvað sé rétt í þessu fyrst línuvörðurinn hljóp tilbaka," segir Þóra en á henni er að heyra að flestir telji að markið hafi ranglega verið dæmt af Malmö. „Það eru til myndir af þessu þar sem boltinn sést inni. Myndirnar eru misgóðar og boltinn mismikið inni en það segja allir að boltinn hafi verið inni," segir Þóra. Svekkelsi Malmö er ekki minna fyrir þær sakir að liðið hafði fimm stiga forskot á toppnum þegar tvær umferðir voru eftir. Liðið mætti Umeå um síðustu helgi á útivelli og mátti sætta sig við 1-1 jafntefli. Sigur hefði tryggt liðinu titilinn en jafnteflið gerði leikinn gegn Tyresö að hreinum úrslitaleik. „Við áttum auðvitað að klára þetta um síðustu helgi gegn Umeå. Þá fengum við samskonar mark á okkur og það sem ekki stóð gegn Tyresö. Það var mjög vafasamt hvort boltinn hefði farið yfir línuna. Dómarinn ákvað að markið skildi standa og maður tekur því. En þegar dómararnir eru ekki sammála og aðaldómari, sem er í engri aðstöðu, breytir ákvörðun línuvarðarins verður maður að setja spurningamerki við það," segir Þóra. Liðsmenn Malmö halda í fyrramálið til Ítalíu þar sem liðið mætir Verona á miðvikudag í Meistaradeild Evrópu. Malmö vann 1-0 sigur í fyrri leiknum í Svíþjóð. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir og samherjar hennar hjá LdB Malmö sáu á eftir sænska meistaratitlinum til Tyresö en liðin mættust í hreinum úrslitaleik um titilinn í Malmö í gær. „Við erum að reyna að jafna okkur á þessu," segir Þóra Björg í samtali við Vísi en Malmö tapaði leiknum 1-0 eins og fjallað var um á Vísi í gær. Auk Þóru leikur Sara Björk Gunnarsdóttir með sænska liðinu. „Þetta var hörkuspennandi leikur og færi á báða bóga," segir Þóra en Malmö klúðraði vítaspyrnu í fyrri hálfleik auk þess að eiga skot í slána í þeim síðari. Umrædd atvik má sjá hér. „Þær settu fínt mark á okkur á 81. mínútu og svo skoruðum við beint á eftir. Þá átti sér stað furðulegasta atvik sem ég hef upplifað á ferlinum," segir Þóra.Atvikið umrædda má sjá með því að smella hér. Leikmaður Malmö sendir fyrir markið frá hægri og markvörður Tyresö missir boltann úr höndum sér þar sem hún stendur á línunni. Hún nær þó að grípa boltann aftur þar sem hann virtist kominn inn í markið. Aðstoðardómarinn gefur til kynna að mark hafi verið skorað, heimakonur fagna en gestirnir mótmæla. „Dómarinn flautar og fer til línuvarðarins. Dómarinn ákveður að hún hafi verið í betri aðstöðu til að sjá atvikið þó svo að hún hafi í raun ekki verið í neinni aðstöðu. Dómarinn dæmir ekki mark," segir Þóra en afar erfitt er að fullyrða af sjónvarpsmyndunum, sem vísað er til hér að ofan, hvort allur boltinn hafi verið inni eða ekki. „Ég var auðvitað ótrúlega langt frá þessu en maður veltir fyrir sér hvað sé rétt í þessu fyrst línuvörðurinn hljóp tilbaka," segir Þóra en á henni er að heyra að flestir telji að markið hafi ranglega verið dæmt af Malmö. „Það eru til myndir af þessu þar sem boltinn sést inni. Myndirnar eru misgóðar og boltinn mismikið inni en það segja allir að boltinn hafi verið inni," segir Þóra. Svekkelsi Malmö er ekki minna fyrir þær sakir að liðið hafði fimm stiga forskot á toppnum þegar tvær umferðir voru eftir. Liðið mætti Umeå um síðustu helgi á útivelli og mátti sætta sig við 1-1 jafntefli. Sigur hefði tryggt liðinu titilinn en jafnteflið gerði leikinn gegn Tyresö að hreinum úrslitaleik. „Við áttum auðvitað að klára þetta um síðustu helgi gegn Umeå. Þá fengum við samskonar mark á okkur og það sem ekki stóð gegn Tyresö. Það var mjög vafasamt hvort boltinn hefði farið yfir línuna. Dómarinn ákvað að markið skildi standa og maður tekur því. En þegar dómararnir eru ekki sammála og aðaldómari, sem er í engri aðstöðu, breytir ákvörðun línuvarðarins verður maður að setja spurningamerki við það," segir Þóra. Liðsmenn Malmö halda í fyrramálið til Ítalíu þar sem liðið mætir Verona á miðvikudag í Meistaradeild Evrópu. Malmö vann 1-0 sigur í fyrri leiknum í Svíþjóð.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Sjá meira