Haraldur: Voru þvílíkar væntingar hjá öllum í bænum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2012 18:45 Haraldur Björnsson og félagar í Sarpsborg 08 tryggðu sér í dag sæti í efstu deild norsku knattspyrnunnar eftir dramatískan 3-2 sigur á Notodden á heimavelli í dag. „Þetta var ótrúlegt. Við komumst 1-0 yfir en lentum 2-1 undir í seinni hálfleik. Komum svo tilbaka og kláruðum þetta fimm mínútum fyrir leikslok. Þetta var geðveikt," sagði Haraldur í samtali við Vísi í dag. Haraldur samdi við norska félagið í upphafi árs og skilaboðin voru skýr. „Ég var strax látinn vita að markmiðið væri ekkert annað en að fara upp. Það hafa verið þvílíkar væntingar hjá öllum í bænum og ekkert annað í stöðunni en að fara upp," segir Haraldur en baráttan um tvö efstu sætin hefur verið á milli Start, Sarpsborg og Sandefjord. „Fyrir mótið var okkur sagt að Sandefjord og Start hefðu miklu meiri peninga á milli handanna og afrek okkar því mjög gott," segir Haraldur sem spilaði með Valsmönnum í efstu deild karla sumarið 2011. Hann segir gæðin í norsku b-deildinni töluvert meiri en heima fyrir. „Það er mikið meira tempó í leiknum hér og fleiri tæknilega góðir leikmenn í deildinni. Það er ekki hægt að bóka neitt í deildinni sem sást í leiknum í dag. Liðið sem við mættum var þegar fallið en gaf okkur samt hörkuleik," segir Haraldur en sigrinum og sætinu var fagnað með kampavíni og tilheyrandi sprautugangi. „Já, ég fékk einhverja Moet kampavínsflösku í hendurnar og sprautaði út í loftið. Eftir á fannst manni það sóun á fínu kampavíni," segir Haraldur og hlær. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Matthías lék eftir tilþrif Zlatans frá EM 2004 Matthías Vilhjálmsson skoraði tvö mörk fyrir Start þegar liðið tryggði sér sigur í norsku b-deildinni með 3-0 heimasigri á Kongsvinger í dag. Start hefur sex stiga forskot á Sarpsborg 08 þegar ein umferð er eftir en bæði Íslendingaliðin hafa tryggt sér sæti í norsku úrvalsdeildinni. 4. nóvember 2012 13:24 Haraldur og félagar í Sarpsborg upp í úrvalsdeildina Haraldur Björnsson stóð vaktina í marki Sarpsborg 08 sem vann 3-2 heimasigur á Notodden í næstsíðustu umferð norsku b-deildarinnar í knattspyrnu í dag. Með sigrinum tryggði Sarpsborg 08 sé sæti í efstu deild. 4. nóvember 2012 13:37 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjá meira
Haraldur Björnsson og félagar í Sarpsborg 08 tryggðu sér í dag sæti í efstu deild norsku knattspyrnunnar eftir dramatískan 3-2 sigur á Notodden á heimavelli í dag. „Þetta var ótrúlegt. Við komumst 1-0 yfir en lentum 2-1 undir í seinni hálfleik. Komum svo tilbaka og kláruðum þetta fimm mínútum fyrir leikslok. Þetta var geðveikt," sagði Haraldur í samtali við Vísi í dag. Haraldur samdi við norska félagið í upphafi árs og skilaboðin voru skýr. „Ég var strax látinn vita að markmiðið væri ekkert annað en að fara upp. Það hafa verið þvílíkar væntingar hjá öllum í bænum og ekkert annað í stöðunni en að fara upp," segir Haraldur en baráttan um tvö efstu sætin hefur verið á milli Start, Sarpsborg og Sandefjord. „Fyrir mótið var okkur sagt að Sandefjord og Start hefðu miklu meiri peninga á milli handanna og afrek okkar því mjög gott," segir Haraldur sem spilaði með Valsmönnum í efstu deild karla sumarið 2011. Hann segir gæðin í norsku b-deildinni töluvert meiri en heima fyrir. „Það er mikið meira tempó í leiknum hér og fleiri tæknilega góðir leikmenn í deildinni. Það er ekki hægt að bóka neitt í deildinni sem sást í leiknum í dag. Liðið sem við mættum var þegar fallið en gaf okkur samt hörkuleik," segir Haraldur en sigrinum og sætinu var fagnað með kampavíni og tilheyrandi sprautugangi. „Já, ég fékk einhverja Moet kampavínsflösku í hendurnar og sprautaði út í loftið. Eftir á fannst manni það sóun á fínu kampavíni," segir Haraldur og hlær.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Matthías lék eftir tilþrif Zlatans frá EM 2004 Matthías Vilhjálmsson skoraði tvö mörk fyrir Start þegar liðið tryggði sér sigur í norsku b-deildinni með 3-0 heimasigri á Kongsvinger í dag. Start hefur sex stiga forskot á Sarpsborg 08 þegar ein umferð er eftir en bæði Íslendingaliðin hafa tryggt sér sæti í norsku úrvalsdeildinni. 4. nóvember 2012 13:24 Haraldur og félagar í Sarpsborg upp í úrvalsdeildina Haraldur Björnsson stóð vaktina í marki Sarpsborg 08 sem vann 3-2 heimasigur á Notodden í næstsíðustu umferð norsku b-deildarinnar í knattspyrnu í dag. Með sigrinum tryggði Sarpsborg 08 sé sæti í efstu deild. 4. nóvember 2012 13:37 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjá meira
Matthías lék eftir tilþrif Zlatans frá EM 2004 Matthías Vilhjálmsson skoraði tvö mörk fyrir Start þegar liðið tryggði sér sigur í norsku b-deildinni með 3-0 heimasigri á Kongsvinger í dag. Start hefur sex stiga forskot á Sarpsborg 08 þegar ein umferð er eftir en bæði Íslendingaliðin hafa tryggt sér sæti í norsku úrvalsdeildinni. 4. nóvember 2012 13:24
Haraldur og félagar í Sarpsborg upp í úrvalsdeildina Haraldur Björnsson stóð vaktina í marki Sarpsborg 08 sem vann 3-2 heimasigur á Notodden í næstsíðustu umferð norsku b-deildarinnar í knattspyrnu í dag. Með sigrinum tryggði Sarpsborg 08 sé sæti í efstu deild. 4. nóvember 2012 13:37