Fróðleikur: Efnahagsstórveldið Bandaríkin Magnús Halldórsson skrifar 6. nóvember 2012 00:01 Mitt Romney og Barack Obama. Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru efnhagslegur stórviðburður, enda hefur stefna forseta Bandaríkjanna í efnahagsmálum afgerandi áhrif á ganga mála á alþjóðlegum fjármála- og verðbréfamörkuðum, sem og á sviði alþjóðastjórnmála. Hvort sem Demókratinn Barack Obama verður forseti áfram næstu fjögur ár, eða Repúblikaninn Mitt Romney verður nýr forseti landsins, er ljóst að krefjandi verkefni bíður nýs forseta þegar kemur að efnahagsmálum. Bandaríkin eru efnahagslegt stórveldi. Nokkrar staðreyndir varpa ljósi á stöðu bandaríska hagkerfisins, miðað við opinberar tölur bandaríska seðlabankans í lok árs 2011. • Árleg landsframleiðsla Bandaríkjanna í fyrra nam 15.290 milljörðum dala. • Bandaríska hagkerfið er það annað stærsta í heiminum, á eftir Evrópusambandinu í heild. Árleg landsframleiðsla Evrópusambandsríkjanna nam 15.650 milljörðum dala. Kína kemur á eftir Bandaríkjunum með 11.440 milljarða dala landsframleiðslu. • Landsframeiðsla á hvern íbúa nam í fyrra 49 þúsund dölum, eða sem nemur 6,2 milljónum króna. Bandaríkin eru í ellefta sæti á þann mælikvarða á heimsvísu. Í efstu sætum eru Lichtenstein með 143 þúsund dali á hvernig íbúa og Katar með 104,3 þúsund dali á hvern íbúa. Noregur er í sjöunda sæti með 54,2 þúsund dali á hvern íbúa. • Samtals eru 153,6 milljónir manna í þeim hópi sem telst til heildarvinnuafls landsins. Landið er í fjórða sæti á þann mælikvarða í heiminum á eftir Kína, Indlandi og Evrópusambandinu í heild. • Opinberar skuldir ríkissjóðs nema 67,7 prósent af árlegri landsframleiðslu, sé mið tekið af skilgreiningu bandaríska seðlabankans á opinberum skuldbindingum (Debt Held by the Public). Til viðbótar koma síðan aðrar skuldbindingar, t.d. vegna heilbrigðistrygginga og félagslegs stuðnings. • Í lok árs 2011 nam heildarvirði skráðra fyrirtækja á markaði í Bandaríkjunum 15.640 milljörðum dala, eða sem nemur ríflega einni árlegri landsframleiðslu Bandaríkjanna. • Stærstu útflutningslönd Bandaríkjanna eru Kanada (19 prósent) Mexíkó (13,3 prósent), Kína (7 prósent) og Japan (4,5 prósent). Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mældist 9 prósent í lok árs 2011 en mælist nú tæplega 8 prósent. Mest lesið Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru efnhagslegur stórviðburður, enda hefur stefna forseta Bandaríkjanna í efnahagsmálum afgerandi áhrif á ganga mála á alþjóðlegum fjármála- og verðbréfamörkuðum, sem og á sviði alþjóðastjórnmála. Hvort sem Demókratinn Barack Obama verður forseti áfram næstu fjögur ár, eða Repúblikaninn Mitt Romney verður nýr forseti landsins, er ljóst að krefjandi verkefni bíður nýs forseta þegar kemur að efnahagsmálum. Bandaríkin eru efnahagslegt stórveldi. Nokkrar staðreyndir varpa ljósi á stöðu bandaríska hagkerfisins, miðað við opinberar tölur bandaríska seðlabankans í lok árs 2011. • Árleg landsframleiðsla Bandaríkjanna í fyrra nam 15.290 milljörðum dala. • Bandaríska hagkerfið er það annað stærsta í heiminum, á eftir Evrópusambandinu í heild. Árleg landsframleiðsla Evrópusambandsríkjanna nam 15.650 milljörðum dala. Kína kemur á eftir Bandaríkjunum með 11.440 milljarða dala landsframleiðslu. • Landsframeiðsla á hvern íbúa nam í fyrra 49 þúsund dölum, eða sem nemur 6,2 milljónum króna. Bandaríkin eru í ellefta sæti á þann mælikvarða á heimsvísu. Í efstu sætum eru Lichtenstein með 143 þúsund dali á hvernig íbúa og Katar með 104,3 þúsund dali á hvern íbúa. Noregur er í sjöunda sæti með 54,2 þúsund dali á hvern íbúa. • Samtals eru 153,6 milljónir manna í þeim hópi sem telst til heildarvinnuafls landsins. Landið er í fjórða sæti á þann mælikvarða í heiminum á eftir Kína, Indlandi og Evrópusambandinu í heild. • Opinberar skuldir ríkissjóðs nema 67,7 prósent af árlegri landsframleiðslu, sé mið tekið af skilgreiningu bandaríska seðlabankans á opinberum skuldbindingum (Debt Held by the Public). Til viðbótar koma síðan aðrar skuldbindingar, t.d. vegna heilbrigðistrygginga og félagslegs stuðnings. • Í lok árs 2011 nam heildarvirði skráðra fyrirtækja á markaði í Bandaríkjunum 15.640 milljörðum dala, eða sem nemur ríflega einni árlegri landsframleiðslu Bandaríkjanna. • Stærstu útflutningslönd Bandaríkjanna eru Kanada (19 prósent) Mexíkó (13,3 prósent), Kína (7 prósent) og Japan (4,5 prósent). Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mældist 9 prósent í lok árs 2011 en mælist nú tæplega 8 prósent.
Mest lesið Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira