Íslenski boltinn

Þorsteinn tekur við Þrótti í Vogum

Mynd/vf.is
Þorsteinn Gunnarsson, fyrrverandi íþróttafréttamaður, hefur verið ráðinn þjálfari Þróttar í Vogum. Hann var síðast aðstoðarþjálfari HK í 2. deildinni.

Þorsteinn er með UEFA-B þjálfaragráðu en hann var einnig markvarðaþjálfari Grindavíkur, auk þess að gegna formennsku í knattspyrnudeild félagsins.

Þróttur mun spila í 4. deild næsta sumar en sjálfur segir Þorsteinn á heimasíðu félagsins að það séu spennandi tímar fram undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×