Efnahagstjónið af völdum ofsaveðursins Sandy nemur um 50 milljörðum dollara eða um 6.400 milljörðum króna. Þar af er tjónið í New York borg einni saman metinn á 33 milljarða dollara.
Þetta kom fram á blaðamannafundi hjá Andrew Cuomo ríkisstjóra New York í gærkvöldi. Meðal þess sem Sandy eyðilagði voru um 250.000 nýir og notaðir bílar og flutningabílar sem senda verður í brotajárn. Af þessum bílum voru 16.000 nýir bílar sem stóðu á hafnarbakkanum þegar Sandy reið yfir New York.
Cuomo segir að tjónið gæti orðið meira en 50 milljarðar dollara þegar öll kurl eru komin til grafar eftir Sandy.
Viðskipti erlent