Fótbolti

Stelpurnar mæta Noregi í fyrsta leik á EM 2013

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hólmfríður Magnúsdóttir skorar hér á móti Noregi á Laugardalsvellinum.
Hólmfríður Magnúsdóttir skorar hér á móti Noregi á Laugardalsvellinum. Mynd/Daníel
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lenti með tveimur góðkunningjum í riðli þegar dregið var í riðla í úrslitakeppni Evrópumótsins í Svíþjóð í kvöld. Ísland er með Þýskalandi og Noregi í riðli annað stórmótið í röð en þessar þrjár þjóðir voru líka saman í riðli á EM 2009.

Íslensku stelpurnar voru í riðli með Noregi í undankeppninni fyrir EM 2013 og mæta þeim líka í fyrsta leik sínum í úrslitakeppninni. Þjóðirnar mætast í Kalmar 11. júlí.

Íslenska liðið var í sömu stöðu á EM í Finnlandi 2009 en liðið var þá í riðli með Frakklandi í undankeppninni og spilaði síðan fyrsta leik sinn í úrslitakeppninni á móti Frakklandi.

Ísland mætir síðan Þýskalandi í Växjö 14. júlí í öðrum leik sínum í keppninni og lokaleikur liðsins verður einnig í Växjö þegar liðið spilar við Holland 17. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×