Guðmundur Steingrímsson og félagar í Bjartri framtíð vinna nú hörðum höndum að því að manna framboðslista sína fyrir komandi þingkosningar.
Á meðal þeirra sem hafa hug á að taka sæti ofarlega á lista í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu er Óttarr Proppé, borgarfulltrúi Besta flokksins og músíkant.
Sterk tengsl eru á milli flokkanna tveggja, enda er annað höfuð Bjartrar framtíðar Heiða Kristín Helgadóttir, sem var hægri hönd Jóns Gnarr þegar Besti flokkurinn vann stórsigur í síðustu borgarstjórnarkosningum. Óttarr bætist með þessu í hóp þeirra Heiðu og Guðmundar, Freyju Haraldsdóttur og Brynhildar Pétursdóttur á Akureyri.
- fb, sh
