Lífið

Klappað og stappað í Hörpunni

Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri
Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri
Klappað og stappað í Hörpunni Óperan Il trovatore eftir Verdi var frumsýnd í Hörpunni í fyrradag.

Að sýningu lokinni brustu út mikil fagnaðarlæti og létu áhorfendur sér ekki nægja að klappa söngvurunum lof í lófa heldur stöppuðu þeir einnig niður fótum.

Meðal sýningargesta voru Össur Skarphéðinsson, Egill Ólafsson og eiginkona hans, Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri, Sveinn Einarsson fyrrverandi þjóðleikhússtjóri, söngvarinn Gissur Páll Gissurarson, Jónas Ingimundarson, Diddú auk Kristjáns Jóhannssonar sem mætti með eiginkonu sinni, Sigurjónu Sverrisdóttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×