Lífið

Eftirsótt draugasaga

Óttar M. Norðfjörð
Óttar M. Norðfjörð
Þrjú íslensk framleiðslufyrirtæki eru að skoða Unu, óútkomna draugasögu Óttars M. Norðfjörð, með það í huga að kaupa kvikmyndaréttinn að henni. Bókin er væntanleg um miðjan nóvember. Óttar hefur áður selt kvikmyndaréttinn að skáldsögu eftir sig, því fyrirtækið Zik Zak keypti réttinn að fyrstu glæpasögu hans, Hnífi Abrahams, fyrir fimm árum. Eins og oft gerist með slíkan kvikmyndarétt hefur hann ekki verið nýttur því framleiðsla á myndinni er ekki enn hafin.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×