Lífið

Níu hundruð miðar eftir

Jón Þór Birgisson
Jón Þór Birgisson
Níu hundrað miðar eru eftir á tónleika Jóns Þórs Birgissonar og félaga í Sigur Rós í Nýju Laugardalshöllinni 4. nóvember. Þegar hljómsveitin stígur á svið verða liðin hartnær fjögur ár síðan hún spilaði síðast hér á landi. Fyrr á þessu ári kom út sjötta hljóðversplata Sigur Rósar, Valtari, og í lok júlí hélt hljómsveitin í tveggja mánaða tónleikaferðalag um Bandaríkin, Asíu og Evrópu þar sem hún spilaði fyrir rúmlega 300 þúsund manns ýmist á tónlistarhátíðum eða eigin tónleikum. Nú þegar hafa rúmlega sex þúsund manns tryggt sér miða á tónleikana 4. nóvember en pláss er fyrir sjö þúsund manns í Nýju Laugardalshöllinni miðað við hvernig tónleikarnir eru settir upp. - fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×