Fótbolti

Zenit vann sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexandr Kerzhakov.
Alexandr Kerzhakov. Mynd/Nordic Photos/Getty
Zenit St Petersburg fagnaði sínum fyrsta sigri í Meistaradeildinni í ár þegar liðið vann 1-0 heimasigur á belgíska liðinu Anderlecht í leik liðanna í C-riðli. Leikurinn var í daufara lagi og vonandi ekki það sem koma skal í Meistaradeildinni í kvöld.

Anderlecht er ekki enn búið að skora mark í Meistaradeildinni en þetta var þriðji leikur liðsins. Zenit var búið að tapa fyrstu tveimur leikjum sínum en komst með þessum sigri upp úr botnsætinu. Efstu lið riðilsins, Malaga og AC Milan, mætast seinna í kvöld.

Milan Jovanovic, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi leikmaður Anderlecht, fékk besta færi fyrri hálfleiks en skaut þá rétt framhjá eftir laglegt samspil Belganna í gegnum vörnina hjá Zenit.

Milan Jovanovic fékk síðan dæmda á sig vítaspyrnu á 72. mínútu sem Aleksandr Kerzhakov nýtti og kom Zenit í 1-0. Það reyndist síðan vera eina mark leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×