Arsenal tapaði í kvöld 0-2 á heimavelli á móti Schalke í Meistaradeildinni en er engu að síður í öðru sæti riðilsins með sex stig af níu mögulegum þegar riðlakeppnin er hálfnuð.
Það vekur athygli að Arsenal-liðið hefur aðeins náð samtals tólf skotum á mark í fyrstu þremur leikjum riðlakeppninnar og situr þar á botninum ásamt rúmenska liðinu Cluj og belgíska félaginu Anderlecht.
Bæði Cluj (26) og Anderlecht (32) hafa átt fleiri skot en Arsenal því lærisveinar Arsene Wenger hafa aðeins reynt 21 skot í fyrstu þremur leikjum sínum. Arsenal er einnig á botninum á þeim lista en reyndar við hlið danska liðsins Nordsjælland.
Real Madrid hefur átt flest skot á mark í umferðunum þremur eða alls 38 en Cristiano Ronaldo hefur átt 16 þeirra. Ronaldo er þannig búinn að hitta markið fjórum sinnum oftar en allt Arsenal-liðið til samans.
Fæst skot á markí Meistaradeildinni:
Arsenal 12
CFR Cluj 12
Anderlecht 12
Celtic 13
Dinamo Zagreb 13
Valencia 14
Nordsjælland 14
Flest skot á markí Meistaradeildinni:
Real Madrid 38
Shakhtar Donetsk 35
Dortmund 35
Braga 33
Barcelona 30
Man. United 26
Porto 26
Juventus 26
Flest skot leikmanna á markið í Meistaradeildinni:
Cristiano Ronaldo, Real Madrid 16
Lionel Messi, Barcelona 11
Mario Götze, Dortmund 10
Zlatan Ibrahimović, PSG 10
Dimitri Payet, Lille 9
Henrik Mkhitaryan, Shakhtar Donetsk 9
Sergio Agüero, Man. City 7
Marco Reus, Dortmund 7
Hulk, Zenit 7
Wolves
Arsenal