Tampa Bay Buccaneers kom skemmtilega á óvart í nótt með þvi að skella Minnesota Vikings, 17-36, í fimmtudagsleik NFL-deildarinnar.
Þetta var fyrsta tap Minnesota á heimavelli í vetur. Nýliðahlaupari Bucs, Doug Martin, fór mikinn í leiknum. Hljóp 214 jarda með boltann og skoraði tvö snertimörk.
Buccaneers er nú búið að vinna þrjá leiki en tapa fjórum. Minnesota er aftur á móti búið að vinna fimm leiki og tapa þremur.
Sjóræningjarnir hlupu yfir Víkingana

Mest lesið




Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu
Enski boltinn


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn



