Enskir NFL-áhagendur (og kannski íslenskir) fá tækifæri til að sjá lið San Francisco 49ers spila í Evrópu á næsta ári. NFL-deildin tilkynnti í dag að leikur Jacksonville Jaguars og San Francisco 49ers fari fram á Wembley árið 2013.
Lið San Francisco 49ers er að spila frábærlega þessa dagana og líklegt til að fara langt í úrslitakeppninni um áramótin. Það gæti svo farið að NFL-meistararnir mæti til London eftir rúmt ár.
NFL-deildin hefur spilað einn leik á Wembley undanfarin fimm ár og verður leikur St Louis Rams og New England Patriots á vellinum 28. október næstkomandi.
Chicago Bears vann 24-18 sigur á Tampa Bay Buccaneers á Wembley í fyrra en árið á undan hafði San Francisco 49ers liðið betur á móti Denver Broncos.
NFL-leikir á Wembley 2007-2013:
2007 New York Giants - Miami Dolphins 13-10
2008 San Diego Chargers - New Orleans Saints 32-37
2009 New England Patriots - Tampa Bay Buccaneers 35-7
2010 Denver Broncos - San Francisco 49ers 16-24
2011 Chicago Bears - Tampa Bay Buccaneers 24-18
2012 New England Patriots - St. Louis Rams
2013 Jacksonville Jaguars - San Francisco 49ers
San Francisco 49ers spilar á Wembley
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu
Enski boltinn


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn



