Alonso segist geta aukið forystuna í Kóreu Birgir Þór Harðarson skrifar 11. október 2012 17:15 Alonso er farinn að finna fyrir pressunni frá Vettel sem er nú aðeins fjórum stigum á eftir. nordicphotos/afp Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari í Formúlu 1 er sjálfsöruggur og segist eiga góða möguleika á því að vinna heimsmeistaratitilinn, þrátt fyrir að keppinautar hans saxi jafnt og þétt á forskot hans í stigabaráttunni. Ferrari-ökuþórinn hefur í allt sumar verið með stöðugasta pakkan á öllum brautum tímabilsins og það hefur fleytt Alonso í efsta sætið í titilbaráttunni. Nú eru Red Bull og McLaren bílarnir að koma til og farnir að geta ógnað Alonso reglulegar. Nú er svo komið að fyrir næsta kappakstur, sem fram fer í Kóreu um helgina, hefur Alonso aðeins fjögurra stiga forystu í titilbaráttunni. Aðeins fjögur mót eru síðan forysta hans var 37 stig en síðan þá hefur Alonso þurft að hætta keppni tvisvar. "Ég er sannfærður um að ég geti barist um titilinn fram á lokametrana," sagði Alonso við BBC Sport. "Fólkið sem vinnur að bílnum eru þau sömu og hafa skilað okkur svona langt. Ég hef enga ástæðu til þess að halda að við getum ekki haldið þessu áfram." Kóreska brautin hentar FerrariDavid Coulthard, fyrrum ökumaður Williams, McLaren og Red Bull í Formúlu 1 segir Yeongam-brautina í Kóreu henta Ferrari-liðinu sérstaklega. Kappaksturinn gæti orðið góður á brautinni en annars eru aðstæður á brautinni ómerkilegar. Það er því undir ökumönnum komið að skapa stemninguna fyrir sjálfa sig, það er mikilvægt að halda haus, það hefur Alonso sýnt að hann geti manna best. Helsta ógn Alonso og Ferrari er ríkjandi heimsmeistari, Sebastian Vettel á Red Bull-bílnum. Hann hefur verið ógnarflótur undanfarið og telur Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren-liðsins, Red Bull eiga meiri möguleika en McLaren í þeim mótum sem eftir eru. "Alonso eru undir meiri pressu frá Vettel en okkur, en við erum að bæta í gatið og vonandi getum við bætt okkur enn meira í síðustu fimm mótunum. Í beinni á Stöð 2 SportKóreski kappaksturinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Allar æfingar, tímatökur og keppnin eru sýndar í beinni og tímatakan og keppnin eru svo endursýnd á laugardag og sunnudag. Föstudagur 12. október 1:00 Fyrsta æfing í Kóreu 5:00 Önnur æfing í Kóreu Laugardagur 13. október 1:55 Þriðja æfing í Kóreu 4:50 Tímatakan fyrir kappaksturinn í Kóreu 12:00 Endursýning frá tímatökum Sunnudagur 5:40 Kóreski kappaksturinn 12:00 Endursýning frá kappakstrinum Formúla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari í Formúlu 1 er sjálfsöruggur og segist eiga góða möguleika á því að vinna heimsmeistaratitilinn, þrátt fyrir að keppinautar hans saxi jafnt og þétt á forskot hans í stigabaráttunni. Ferrari-ökuþórinn hefur í allt sumar verið með stöðugasta pakkan á öllum brautum tímabilsins og það hefur fleytt Alonso í efsta sætið í titilbaráttunni. Nú eru Red Bull og McLaren bílarnir að koma til og farnir að geta ógnað Alonso reglulegar. Nú er svo komið að fyrir næsta kappakstur, sem fram fer í Kóreu um helgina, hefur Alonso aðeins fjögurra stiga forystu í titilbaráttunni. Aðeins fjögur mót eru síðan forysta hans var 37 stig en síðan þá hefur Alonso þurft að hætta keppni tvisvar. "Ég er sannfærður um að ég geti barist um titilinn fram á lokametrana," sagði Alonso við BBC Sport. "Fólkið sem vinnur að bílnum eru þau sömu og hafa skilað okkur svona langt. Ég hef enga ástæðu til þess að halda að við getum ekki haldið þessu áfram." Kóreska brautin hentar FerrariDavid Coulthard, fyrrum ökumaður Williams, McLaren og Red Bull í Formúlu 1 segir Yeongam-brautina í Kóreu henta Ferrari-liðinu sérstaklega. Kappaksturinn gæti orðið góður á brautinni en annars eru aðstæður á brautinni ómerkilegar. Það er því undir ökumönnum komið að skapa stemninguna fyrir sjálfa sig, það er mikilvægt að halda haus, það hefur Alonso sýnt að hann geti manna best. Helsta ógn Alonso og Ferrari er ríkjandi heimsmeistari, Sebastian Vettel á Red Bull-bílnum. Hann hefur verið ógnarflótur undanfarið og telur Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren-liðsins, Red Bull eiga meiri möguleika en McLaren í þeim mótum sem eftir eru. "Alonso eru undir meiri pressu frá Vettel en okkur, en við erum að bæta í gatið og vonandi getum við bætt okkur enn meira í síðustu fimm mótunum. Í beinni á Stöð 2 SportKóreski kappaksturinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Allar æfingar, tímatökur og keppnin eru sýndar í beinni og tímatakan og keppnin eru svo endursýnd á laugardag og sunnudag. Föstudagur 12. október 1:00 Fyrsta æfing í Kóreu 5:00 Önnur æfing í Kóreu Laugardagur 13. október 1:55 Þriðja æfing í Kóreu 4:50 Tímatakan fyrir kappaksturinn í Kóreu 12:00 Endursýning frá tímatökum Sunnudagur 5:40 Kóreski kappaksturinn 12:00 Endursýning frá kappakstrinum
Formúla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira