Rodgers stöðvaði sigurgöngu Houston Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. október 2012 09:45 Rodgers hleypur með boltann. Mynd/AP Það var nóg um að vera í NFL-deildinni í gær eins og ávallt á sunnudögum. Hæst bar þó sigur Green Bay Packers á Houston Texans þar sem leikstjórnandinn Aaron Rodgers átti leik lífs síns. Rodgers kastaði sex sinnum fyrir snertimarki í leikjnum sem er persónulegt met og einnig metjöfnun hjá þessu sögufræga félagi. Útherjinn Jordy Nelson skoraði þrjú af þessum snertimörkum. Green Bay tókst í nótt loksins að sýna sitt rétta andlit, sérstaklega í sókn, en liðið hefur nú unnið þrjá af fyrstu leikjum sínum á tímabilinu. Houston var hins vegar ósigrað fyrir leik liðanna í nótt. „Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur," sagði Rodgers eftir sigur sinna manna í nótt. Sóknarleikur liðsins hafði valdið mörgum vonbrigðum, ekki síst Rodgers sjálfum sem var valinn leikmaður ársins [MVP] á síðasta tímabili. „Við erum allir mjög stoltir," sagði hann. „Og það er enginn okkar að gefast upp. Það er líklega betra þegar fólk efast um okkur því þá náum við betur saman. Fólk reyndi að rífa okkur niður fyrir þennan leik en við stóðum saman." Arian Foster, einn besti hlaupari deildarinnar, skoraði tvö snertimörk fyrir Houston en náði þó aðeins að hlaupa 29 jarda með boltann. Atlanta Falcons er nú eina ósigraða liðið í NFL-deildinni. Liðið vann nauman sigur á Oakland Raiders í gær, 23-20, með vallarmarki Matt Bryant í blálok leiksins.Úrslit gærdagsins: Houston - Green Bay 24-42 Seattle - New England 24-23 Philadelphia - Detroit 23-26 Minnesota - Washington 26-38 Atlanta - Oakland 23-20 Arizona - Buffalo 16-19 (e. framl.) San Francisco - NY Giants 3-26 Baltimore - Dallas 29-31 Kansas City - Tampa Bay 10-38 Cleveland - Cincinnati 34-24 Indianapolis - NY Jets 9-35 Miami - St. Louis 17-14 NFL Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Það var nóg um að vera í NFL-deildinni í gær eins og ávallt á sunnudögum. Hæst bar þó sigur Green Bay Packers á Houston Texans þar sem leikstjórnandinn Aaron Rodgers átti leik lífs síns. Rodgers kastaði sex sinnum fyrir snertimarki í leikjnum sem er persónulegt met og einnig metjöfnun hjá þessu sögufræga félagi. Útherjinn Jordy Nelson skoraði þrjú af þessum snertimörkum. Green Bay tókst í nótt loksins að sýna sitt rétta andlit, sérstaklega í sókn, en liðið hefur nú unnið þrjá af fyrstu leikjum sínum á tímabilinu. Houston var hins vegar ósigrað fyrir leik liðanna í nótt. „Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur," sagði Rodgers eftir sigur sinna manna í nótt. Sóknarleikur liðsins hafði valdið mörgum vonbrigðum, ekki síst Rodgers sjálfum sem var valinn leikmaður ársins [MVP] á síðasta tímabili. „Við erum allir mjög stoltir," sagði hann. „Og það er enginn okkar að gefast upp. Það er líklega betra þegar fólk efast um okkur því þá náum við betur saman. Fólk reyndi að rífa okkur niður fyrir þennan leik en við stóðum saman." Arian Foster, einn besti hlaupari deildarinnar, skoraði tvö snertimörk fyrir Houston en náði þó aðeins að hlaupa 29 jarda með boltann. Atlanta Falcons er nú eina ósigraða liðið í NFL-deildinni. Liðið vann nauman sigur á Oakland Raiders í gær, 23-20, með vallarmarki Matt Bryant í blálok leiksins.Úrslit gærdagsins: Houston - Green Bay 24-42 Seattle - New England 24-23 Philadelphia - Detroit 23-26 Minnesota - Washington 26-38 Atlanta - Oakland 23-20 Arizona - Buffalo 16-19 (e. framl.) San Francisco - NY Giants 3-26 Baltimore - Dallas 29-31 Kansas City - Tampa Bay 10-38 Cleveland - Cincinnati 34-24 Indianapolis - NY Jets 9-35 Miami - St. Louis 17-14
NFL Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira