Knattspyrnumaðurinn ungi, Albert Guðmundsson, er mættur til æfinga hjá enska stórliðinu Arsenal. Albert er aðeins fimmtán ára gamall og æfir hjá KR.
Hann er af miklu knattspyrnukyni í báðar ættir, en foreldrar hans eru Guðmundur Benediktsson og Kristbjörg Ingadóttir, og fylgdi pabbinn syninum út.
Þrátt fyrir ungan aldur er þetta í annað skiptið sem Alberti er boðið til æfinga hjá Arsenal. Hann er ekki sá fyrsti í fjölskyldunni til að tengjast stórliðinu því langafi hans og nafni, Albert Guðmundsson, lék tvo leiki með Arsenal haustið 1946.
Lífið