Viðskipti erlent

Nokia að semja um kortabúnað við Oracle

Magnús Halldórsson skrifar
Finnska fjarskiptafyrirtækið Nokia hefur nú samning við hugbúnaðarrisann Oracle á teikniborðinu, sem miðar að því að gefa notendur hubúnaðar frá Oracle færi á því að tengjast við ört vaxandi kortahugbúnað frá Nokia, að því er segir í frétt á vef Wall Street Journal.

Búist er við því að samningurinn verði kynntur formlega síðar í dag á OracleWorld ráðstefnunni í San Francisco. Forsvarsmenn Nokia hafa undanförnu lagt mikinn kraft í þróun kortahugbúnaðar, en þar er búnaðurinn vinsæli frá Google, Google Maps, helsti keppinauturinn.

Sjá má umfjöllun Wall Street Journal hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×