Atvinnuleysi á evrusvæðinu nær nýjum hæðum 1. október 2012 11:45 Atvinnuleysi meðal ungs fólks á evrusvæðinu heldur áfram að aukast. mynd/AP Atvinnuleysi á evrusvæðinu náði nýjum hæðum í ágúst. Rúmlega átján milljónir manna eru nú án vinnu í sautján aðildarlöndum myntbandalagsins. Þetta kemur fram í nýjustu tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Atvinnulausum fjölgaði um 34 þúsund milli mánaða. Þetta þýðir að atvinnuleysið mælist nú 11.4 prósent. Sem fyrr er hlutfall atvinnulausra hæst í Grikkland og á Spáni. Rúmlega fjórðungur vinnufærra manna á Spáni er án atvinnu, eða 25.1 prósent. Er þetta mesta atvinnuleysi á evrusvæðinu. Hins vegar er hvergi minna atvinnuleysi að finna en í Austurríki eða 4.5 prósent. Atvinnuleysi meðal ungs fólks á evrusvæðinu heldur áfram að aukast. Á Spáni er rúmur helmingur ungmenna undir tuttugu og fimm ára án vinnu, eða 52.9 prósent. Hið sama er upp á teningnum í Grikklandi þar sem helmingur ungs fólks er án atvinnu. Sé litið á evrusvæðið í heild sinni mælist atvinnuleysi ungmenna tæp 23 prósent. Aðhaldsaðgerðir og niðurskurður í opinberum rekstri hefur haft veruleg áhrif atvinnuástandið í Grikklandi á Spáni. Grikkir reyna nú að mæta kröfum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir tveimur risavöxnum neyðarlánum. Sé litið á Evrópusambandið í heild sinni mælist atvinnuleysi tíu komma fimm prósent. Þetta þýðir að tuttugu og fimm komma milljón manna eru án vinnu í Evrópuríkjunum. Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Atvinnuleysi á evrusvæðinu náði nýjum hæðum í ágúst. Rúmlega átján milljónir manna eru nú án vinnu í sautján aðildarlöndum myntbandalagsins. Þetta kemur fram í nýjustu tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Atvinnulausum fjölgaði um 34 þúsund milli mánaða. Þetta þýðir að atvinnuleysið mælist nú 11.4 prósent. Sem fyrr er hlutfall atvinnulausra hæst í Grikkland og á Spáni. Rúmlega fjórðungur vinnufærra manna á Spáni er án atvinnu, eða 25.1 prósent. Er þetta mesta atvinnuleysi á evrusvæðinu. Hins vegar er hvergi minna atvinnuleysi að finna en í Austurríki eða 4.5 prósent. Atvinnuleysi meðal ungs fólks á evrusvæðinu heldur áfram að aukast. Á Spáni er rúmur helmingur ungmenna undir tuttugu og fimm ára án vinnu, eða 52.9 prósent. Hið sama er upp á teningnum í Grikklandi þar sem helmingur ungs fólks er án atvinnu. Sé litið á evrusvæðið í heild sinni mælist atvinnuleysi ungmenna tæp 23 prósent. Aðhaldsaðgerðir og niðurskurður í opinberum rekstri hefur haft veruleg áhrif atvinnuástandið í Grikklandi á Spáni. Grikkir reyna nú að mæta kröfum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir tveimur risavöxnum neyðarlánum. Sé litið á Evrópusambandið í heild sinni mælist atvinnuleysi tíu komma fimm prósent. Þetta þýðir að tuttugu og fimm komma milljón manna eru án vinnu í Evrópuríkjunum.
Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira