Ræðan sem Gordon Gekko (leikinn af Michael Douglas) heldur á hluthafafundi í kvikmyndinni Wall Street frá árinu 1987, er ein frægasta sena kvikmyndasögunnar, þar sem fjárfestingar og viðskipti eru til umfjöllunar. Í ræðunni lætur hinn hrokafulli Gekko þau orð falla að „græðgi sé góð".
Boðskapur Gekko er nú líklega frekar umdeildur, og sitt sýnist hverjum um hvernig tíminn geymir ræðuna, ekki síst í ljósi atburða síðustu ára á fjármálamörkuðum, þar sem hlutabréfamarkaðir hafa sveiflast í djúpum sveiflum upp og niður.
Sjá má ræðu Gekko, í Wall Street, inn á viðskiptavef Vísis, hér.
Viðskipti erlent