Sauber kannar Schumacher fyrir næstu vertíð Birgir Þór Harðarson skrifar 2. október 2012 19:15 Ákveði Schumacher ekki að hætta eru nokkrar líkur á að hann aki Sauber-bíl á næsta ári. nordicphotos/afp Ákveði Michael Schumacher ekki að draga sé í hlé öðru sinni á ferlinum í lok ársins gæti vel farið svo að hann aki fyrir Sauber-liðið á næsta ári. Yfirmenn Sauber segjast vera að athuga þennan möguleika. Schumacher hefur ekki keppnissæti hjá Mercedes-liðinu á næsta ári. Samningur hans rennur út í lok ársins og hann fékkst ekki endurnýjaður því Lewis Hamilton mun aka annari silfurörinni í stað Schumacher. Heimsmeistarinn sjöfaldi segist enn ekki tilbúinn til að ákveða um framhald ferils síns. Flestir málsmetandi aðilar innan Formúlunnar telja Schumacher vera á útleið í annað sinn. Flestir eru þó á einu máli um að Schumacher hafi enn þá það sem til þarf til að standa í baráttunni og að hann gæti jafnvel unnið mót haldi hann áfram og fái til þess rétt tæki. Áttundi heimsmeistaratitillinn er þó að öllum líkindum langt undan. Edd Straw, ritstjóri Formúlu 1-síðna hjá Autosport, ritar á vefinn: "Nú er ég ekki að segja að hann sé sami ökumaður og hann var. Það er óhugsandi að Schumacher muni geta unnið annan heimsmeistaratitil, jafnvel þó hann komi sér fyrir í mjög góðum bíl, en hann er langt frá því að vera lélegasti ökuþórinn á ráslínunni." Schumacher gæti því vel haldið áfram og þá er Sauber líklegasti kosturinn. Sergio Perez er á leið til McLaren á næsta ári og því opnast sæti þar. "Að sjálfsögðu er þetta ljómandi kostur. Og að sjálfsögðu munum við athuga hvort við getum komið sjöföldum heimsmeistara í bílinn ef hann er á markaðinum." sagði Monisha Kaltenborn, framkvæmdastjóri Sauber, við BBC Sport. "Michael hefur aðeins ekið fyrir stóra bílaframleiðendur sem við hjá Sauber getum í raun ekki borið okkur saman við." Talið er að í þessum orðum Kaltenborn felist vísbending um að með Schumacher fái Sauber-liðið Mercedes-vélar, þær öflugustu á ráslínunni. Sauber hefur síðasta áratug eða svo ekið með Ferrari-vélar í skottinu og verið eins konar uppeldisstöð fyrir Ferrari-liðið. Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ákveði Michael Schumacher ekki að draga sé í hlé öðru sinni á ferlinum í lok ársins gæti vel farið svo að hann aki fyrir Sauber-liðið á næsta ári. Yfirmenn Sauber segjast vera að athuga þennan möguleika. Schumacher hefur ekki keppnissæti hjá Mercedes-liðinu á næsta ári. Samningur hans rennur út í lok ársins og hann fékkst ekki endurnýjaður því Lewis Hamilton mun aka annari silfurörinni í stað Schumacher. Heimsmeistarinn sjöfaldi segist enn ekki tilbúinn til að ákveða um framhald ferils síns. Flestir málsmetandi aðilar innan Formúlunnar telja Schumacher vera á útleið í annað sinn. Flestir eru þó á einu máli um að Schumacher hafi enn þá það sem til þarf til að standa í baráttunni og að hann gæti jafnvel unnið mót haldi hann áfram og fái til þess rétt tæki. Áttundi heimsmeistaratitillinn er þó að öllum líkindum langt undan. Edd Straw, ritstjóri Formúlu 1-síðna hjá Autosport, ritar á vefinn: "Nú er ég ekki að segja að hann sé sami ökumaður og hann var. Það er óhugsandi að Schumacher muni geta unnið annan heimsmeistaratitil, jafnvel þó hann komi sér fyrir í mjög góðum bíl, en hann er langt frá því að vera lélegasti ökuþórinn á ráslínunni." Schumacher gæti því vel haldið áfram og þá er Sauber líklegasti kosturinn. Sergio Perez er á leið til McLaren á næsta ári og því opnast sæti þar. "Að sjálfsögðu er þetta ljómandi kostur. Og að sjálfsögðu munum við athuga hvort við getum komið sjöföldum heimsmeistara í bílinn ef hann er á markaðinum." sagði Monisha Kaltenborn, framkvæmdastjóri Sauber, við BBC Sport. "Michael hefur aðeins ekið fyrir stóra bílaframleiðendur sem við hjá Sauber getum í raun ekki borið okkur saman við." Talið er að í þessum orðum Kaltenborn felist vísbending um að með Schumacher fái Sauber-liðið Mercedes-vélar, þær öflugustu á ráslínunni. Sauber hefur síðasta áratug eða svo ekið með Ferrari-vélar í skottinu og verið eins konar uppeldisstöð fyrir Ferrari-liðið.
Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira