Sauber kannar Schumacher fyrir næstu vertíð Birgir Þór Harðarson skrifar 2. október 2012 19:15 Ákveði Schumacher ekki að hætta eru nokkrar líkur á að hann aki Sauber-bíl á næsta ári. nordicphotos/afp Ákveði Michael Schumacher ekki að draga sé í hlé öðru sinni á ferlinum í lok ársins gæti vel farið svo að hann aki fyrir Sauber-liðið á næsta ári. Yfirmenn Sauber segjast vera að athuga þennan möguleika. Schumacher hefur ekki keppnissæti hjá Mercedes-liðinu á næsta ári. Samningur hans rennur út í lok ársins og hann fékkst ekki endurnýjaður því Lewis Hamilton mun aka annari silfurörinni í stað Schumacher. Heimsmeistarinn sjöfaldi segist enn ekki tilbúinn til að ákveða um framhald ferils síns. Flestir málsmetandi aðilar innan Formúlunnar telja Schumacher vera á útleið í annað sinn. Flestir eru þó á einu máli um að Schumacher hafi enn þá það sem til þarf til að standa í baráttunni og að hann gæti jafnvel unnið mót haldi hann áfram og fái til þess rétt tæki. Áttundi heimsmeistaratitillinn er þó að öllum líkindum langt undan. Edd Straw, ritstjóri Formúlu 1-síðna hjá Autosport, ritar á vefinn: "Nú er ég ekki að segja að hann sé sami ökumaður og hann var. Það er óhugsandi að Schumacher muni geta unnið annan heimsmeistaratitil, jafnvel þó hann komi sér fyrir í mjög góðum bíl, en hann er langt frá því að vera lélegasti ökuþórinn á ráslínunni." Schumacher gæti því vel haldið áfram og þá er Sauber líklegasti kosturinn. Sergio Perez er á leið til McLaren á næsta ári og því opnast sæti þar. "Að sjálfsögðu er þetta ljómandi kostur. Og að sjálfsögðu munum við athuga hvort við getum komið sjöföldum heimsmeistara í bílinn ef hann er á markaðinum." sagði Monisha Kaltenborn, framkvæmdastjóri Sauber, við BBC Sport. "Michael hefur aðeins ekið fyrir stóra bílaframleiðendur sem við hjá Sauber getum í raun ekki borið okkur saman við." Talið er að í þessum orðum Kaltenborn felist vísbending um að með Schumacher fái Sauber-liðið Mercedes-vélar, þær öflugustu á ráslínunni. Sauber hefur síðasta áratug eða svo ekið með Ferrari-vélar í skottinu og verið eins konar uppeldisstöð fyrir Ferrari-liðið. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Ákveði Michael Schumacher ekki að draga sé í hlé öðru sinni á ferlinum í lok ársins gæti vel farið svo að hann aki fyrir Sauber-liðið á næsta ári. Yfirmenn Sauber segjast vera að athuga þennan möguleika. Schumacher hefur ekki keppnissæti hjá Mercedes-liðinu á næsta ári. Samningur hans rennur út í lok ársins og hann fékkst ekki endurnýjaður því Lewis Hamilton mun aka annari silfurörinni í stað Schumacher. Heimsmeistarinn sjöfaldi segist enn ekki tilbúinn til að ákveða um framhald ferils síns. Flestir málsmetandi aðilar innan Formúlunnar telja Schumacher vera á útleið í annað sinn. Flestir eru þó á einu máli um að Schumacher hafi enn þá það sem til þarf til að standa í baráttunni og að hann gæti jafnvel unnið mót haldi hann áfram og fái til þess rétt tæki. Áttundi heimsmeistaratitillinn er þó að öllum líkindum langt undan. Edd Straw, ritstjóri Formúlu 1-síðna hjá Autosport, ritar á vefinn: "Nú er ég ekki að segja að hann sé sami ökumaður og hann var. Það er óhugsandi að Schumacher muni geta unnið annan heimsmeistaratitil, jafnvel þó hann komi sér fyrir í mjög góðum bíl, en hann er langt frá því að vera lélegasti ökuþórinn á ráslínunni." Schumacher gæti því vel haldið áfram og þá er Sauber líklegasti kosturinn. Sergio Perez er á leið til McLaren á næsta ári og því opnast sæti þar. "Að sjálfsögðu er þetta ljómandi kostur. Og að sjálfsögðu munum við athuga hvort við getum komið sjöföldum heimsmeistara í bílinn ef hann er á markaðinum." sagði Monisha Kaltenborn, framkvæmdastjóri Sauber, við BBC Sport. "Michael hefur aðeins ekið fyrir stóra bílaframleiðendur sem við hjá Sauber getum í raun ekki borið okkur saman við." Talið er að í þessum orðum Kaltenborn felist vísbending um að með Schumacher fái Sauber-liðið Mercedes-vélar, þær öflugustu á ráslínunni. Sauber hefur síðasta áratug eða svo ekið með Ferrari-vélar í skottinu og verið eins konar uppeldisstöð fyrir Ferrari-liðið.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira