Umfjöllun og viðtöl: Valur - Snæfell 48-64 | Snæfellsvörnin lokaði öllum leiðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. október 2012 22:03 Mynd/Ernir Kvennalið Snæfells er til alls líklegt í Dominosdeild kvenna og sýndi styrk sinn með sextán stiga sigri á bleikum Valskonum, 64-48, í Vodafonehöllinni í kvöld. Snæfell var komið með þrettán stiga forskot eftir átta mínútna leik og var með góð tök á leiknum nær allan tímann. Það var einkum frábær vörn Snæfellsliðsins í seinni hálfleik sem sá til þess að Valsliðið náði aldrei að vinna sig inn í leikinn. Snæfellsliðið var búið að lyfta bikurum eftir tvo síðustu leiki sína og var búið að vinna alla leiki sína í Lengjubikarnum og Meistarakeppninni. Góður leikur liðsins í kvöld sýnir að Hólmararnir eru til alls líklegar í kvennakörfunni í vetur. Kieraah Marlow var öflug í liði Snæfells með 19 stig og 11 fráköst en enginn lék þó betur en Berglind Gunnarsdóttir sem var með 17 stig og 7 fráköst og 4 stolna í kvöld. Unnur Lára Ásgeirsdóttir var best hjá Val með 11 stig og 11 fráköst en liðið nýtti aðeins 29 prósent skota sinna í kvöld og ekkert þriggja stiga skotanna rataði rétta leið. Allar myndatökurnar fyrir leik fóru greinilega ekki alltof vel í Valsliðið því Snæfellsliðið skoraði sjö fyrstu stig leiksins og var komið í 19-6 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum. Valsliðið skorað hinsvegar síðustu 7 stig leikhlutans og minnkaði muninn í 13-19. Snæfell tók annan góðan sprett í öðrum leikhluta þegar liðið skoraði níu stig í röð og breytti stöðunni úr 22-18 í 31-18. Snæfellskonur voru síðan með sjö stiga forskot þegar gengið var til hálfleiks, 37-30. Kieraah Marlow var komin með 14 stig og 8 fráköst í hálfleik og Berglind Gunnarsdóttir var með 9 stig en Unnur Lára Ásgeirsdóttir kom sterk inn af bekknum hjá Val og skoraði sjö stig í hálfleiknum. Valsliðið koma af krafti inn í seinni hálfleikinn og náði muninum niður í fjögur stig, 42-46, þegar átta mínútur voru eftir af leiknum. Snæfellskonur áttu hinsvegar svör og þau voru flest varnarmeginn. Valsliðið skoraði ekki í tæpar sex mínútur og meðan náði Snæfellskonur upp tuttugu stiga forskoti, 64-44 og gerðu endanlega út um leikinn. Valsliðið náði aðeins að laga stöðuna í lokin en munurinn endaði engu að síður í sextán stigum. Berglind: Það skiptir engu máli hvort þær séu í bleikum, bláum eða hvítum búningum"Þetta er framtak hjá þeim en bleiku búningarnir trufluðu okkur ekki neitt. Það skiptir engu máli hvort þær séu í bleikum búningum, bláum eða hvítum," sagði Berglind Gunnarsdóttir sem átti flottan leik með Snæfelli í kvöld. "Við vorum að spila mjög góða maður á mann vörn og náðum að loka vel á þær. Það gekk svona ljómandi vel hjá okkur í vörninni," sagði Berglind. "Þetta er flott en segir samt ekki neitt því mótið er bara rétt að byrja. Okkur gekk vel á undirbúningstímabilinu og ætlum bara að halda þeirri velgengni áfram," sagði Berglind sem er sjálf að koma sterk til baka eftir langvinn og erfið meiðsli. "Ég fer að nálgast mitt gamla form en það kemur bara. Það þýðir ekkert annað en að láta vaða," sagði Berglind sem lék mjög vel í kvöld. Ágúst: Þær hafa forskot á önnur lið"Við vorum svolítið hrædd um þetta. Þetta var fyrsti leikur og það var mikil spenna fyrir því. Liðið var búið að vera rosalega duglegt að æfa á undirbúningstímabilinu og stemmningin í liðinu er frábær. Fyrir mánuði síðan var ákveðið að vera í bleikum búningum og það er búið að vera mikið umstang í kringum það í dag, blaðamannafundir, viðtöl og myndatökur og hitt og þetta. Það var búist við því að spennustigið yrði mjög hátt og það sást alveg í byrjun leiks. Við náðum ekki að hrista þetta almennilega af okkur og náðum aldrei takti í leikinn okkar," sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals. "Auðvitað er það agalegt að skora bara 48 stig á heimavelli en við vorum oft að koma okkur í mjög góð færi og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Við erum að spila ágætlega sóknarlega en klárum ekki færin. Í seinni hálfleik var sjálfstraustið orðið lítið og stelpurnar voru farnar að tapa boltanum mjög klaufalega. Það kláraði leikinn," sagði Ágúst en Valsliðið var búið að minnka muninn í fjögur stig þegar Snæfell lokaði öllum leiðum. "Við erum ekkert að örvænta við þetta því við erum að tapa á móti mjög sterku liði og liði sem er ósigrað á undirbúningstímbilinu. Þær hafa forskot á önnur lið því þetta er óbreytt lið frá því i fyrra. Þær eru ekkert að pússa neina nýja leikmenn inn í þetta hjá sér. Við sjáum að tveir mikilvægir leikmenn hjá okkur, kaninn og Ragna Margrét voru mjög langt fá sínu besta í dag og ég vil skrifa það algjörlega á það að þær vantar leikreynslu með liðinu og að þær eiga eftir að finna sig með liðinu," sagði Ágúst. "Það er mjög mikið sem við þurfum að laga en við þurfum bara að vinna í einu í einu og vinna í hlutum sem við höfum stjórn á," sagði Ágúst og liðið mun mæta áfram í bleiku. "Við erum með enga hjátrú í því og mætum bara galvösk í næsta leik sem er á móti KR á sunnudaginn. Við getum ekkert annað en spilað betur þá," sagði Ágúst. Hildur: Við erum að sýna það núna að við erum með hörkulið"Ætli þeir hafa ekki bara truflað þær en við létum þá ekkert trufla okkur," sagði Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfells um bleiku búninga Valsliðsins. "Mér fannst vera meiri í barátta hjá okkur í þessum leik en í undanförnum leikjum. Ég hef ekki verið nógu ánægð með það að við höfum ekki verið með mikil læti í undanförnum leikjum. Í dag náðum við upp þessari baráttu," sagði Hildur óhrædd við að gagnrýna leik liðsins þrátt fyrir sigurgönguna. "Það eru margir sem segja að við höfum bara verið að vinna einhver undirbúningsmót. Þau eru vissulega á undirbúningstímabilinu en þetta eru titlar og við erum að sýna það núna að við erum með hörkulið. Það var nokkuð ljúft að byrja tímabilið svona. Við byrjuðum það reyndar líka svona í fyrra en það fóru öðruvísi því sá sigur var dæmdur af okkur.Það er sterkt að byrja þetta á svona sigri," sagði Hildur og bætti við: "Maður fer í leiki til að leggja sig sem mest fram og um leið og við náum um svona stemmningu og baráttu þá smellur varnarleikurinn hjá okkur," sagði Hildur. En hvað með breiddina hjá Snæfellsliðinu því hún er ekki mikil og liðið bara að keyra á sjö leikmönnum. "Þetta er fínt. Það er mikið álag á nokkrum leikmönnum en ég vill vera á fullu. Ég hef fundið það í síðustu leikjum að ég er ekki nógu þreytt eftir leikina og ég er að reyna að keyra mig meira út," sagði Hildur létt að vanda. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira
Kvennalið Snæfells er til alls líklegt í Dominosdeild kvenna og sýndi styrk sinn með sextán stiga sigri á bleikum Valskonum, 64-48, í Vodafonehöllinni í kvöld. Snæfell var komið með þrettán stiga forskot eftir átta mínútna leik og var með góð tök á leiknum nær allan tímann. Það var einkum frábær vörn Snæfellsliðsins í seinni hálfleik sem sá til þess að Valsliðið náði aldrei að vinna sig inn í leikinn. Snæfellsliðið var búið að lyfta bikurum eftir tvo síðustu leiki sína og var búið að vinna alla leiki sína í Lengjubikarnum og Meistarakeppninni. Góður leikur liðsins í kvöld sýnir að Hólmararnir eru til alls líklegar í kvennakörfunni í vetur. Kieraah Marlow var öflug í liði Snæfells með 19 stig og 11 fráköst en enginn lék þó betur en Berglind Gunnarsdóttir sem var með 17 stig og 7 fráköst og 4 stolna í kvöld. Unnur Lára Ásgeirsdóttir var best hjá Val með 11 stig og 11 fráköst en liðið nýtti aðeins 29 prósent skota sinna í kvöld og ekkert þriggja stiga skotanna rataði rétta leið. Allar myndatökurnar fyrir leik fóru greinilega ekki alltof vel í Valsliðið því Snæfellsliðið skoraði sjö fyrstu stig leiksins og var komið í 19-6 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum. Valsliðið skorað hinsvegar síðustu 7 stig leikhlutans og minnkaði muninn í 13-19. Snæfell tók annan góðan sprett í öðrum leikhluta þegar liðið skoraði níu stig í röð og breytti stöðunni úr 22-18 í 31-18. Snæfellskonur voru síðan með sjö stiga forskot þegar gengið var til hálfleiks, 37-30. Kieraah Marlow var komin með 14 stig og 8 fráköst í hálfleik og Berglind Gunnarsdóttir var með 9 stig en Unnur Lára Ásgeirsdóttir kom sterk inn af bekknum hjá Val og skoraði sjö stig í hálfleiknum. Valsliðið koma af krafti inn í seinni hálfleikinn og náði muninum niður í fjögur stig, 42-46, þegar átta mínútur voru eftir af leiknum. Snæfellskonur áttu hinsvegar svör og þau voru flest varnarmeginn. Valsliðið skoraði ekki í tæpar sex mínútur og meðan náði Snæfellskonur upp tuttugu stiga forskoti, 64-44 og gerðu endanlega út um leikinn. Valsliðið náði aðeins að laga stöðuna í lokin en munurinn endaði engu að síður í sextán stigum. Berglind: Það skiptir engu máli hvort þær séu í bleikum, bláum eða hvítum búningum"Þetta er framtak hjá þeim en bleiku búningarnir trufluðu okkur ekki neitt. Það skiptir engu máli hvort þær séu í bleikum búningum, bláum eða hvítum," sagði Berglind Gunnarsdóttir sem átti flottan leik með Snæfelli í kvöld. "Við vorum að spila mjög góða maður á mann vörn og náðum að loka vel á þær. Það gekk svona ljómandi vel hjá okkur í vörninni," sagði Berglind. "Þetta er flott en segir samt ekki neitt því mótið er bara rétt að byrja. Okkur gekk vel á undirbúningstímabilinu og ætlum bara að halda þeirri velgengni áfram," sagði Berglind sem er sjálf að koma sterk til baka eftir langvinn og erfið meiðsli. "Ég fer að nálgast mitt gamla form en það kemur bara. Það þýðir ekkert annað en að láta vaða," sagði Berglind sem lék mjög vel í kvöld. Ágúst: Þær hafa forskot á önnur lið"Við vorum svolítið hrædd um þetta. Þetta var fyrsti leikur og það var mikil spenna fyrir því. Liðið var búið að vera rosalega duglegt að æfa á undirbúningstímabilinu og stemmningin í liðinu er frábær. Fyrir mánuði síðan var ákveðið að vera í bleikum búningum og það er búið að vera mikið umstang í kringum það í dag, blaðamannafundir, viðtöl og myndatökur og hitt og þetta. Það var búist við því að spennustigið yrði mjög hátt og það sást alveg í byrjun leiks. Við náðum ekki að hrista þetta almennilega af okkur og náðum aldrei takti í leikinn okkar," sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals. "Auðvitað er það agalegt að skora bara 48 stig á heimavelli en við vorum oft að koma okkur í mjög góð færi og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Við erum að spila ágætlega sóknarlega en klárum ekki færin. Í seinni hálfleik var sjálfstraustið orðið lítið og stelpurnar voru farnar að tapa boltanum mjög klaufalega. Það kláraði leikinn," sagði Ágúst en Valsliðið var búið að minnka muninn í fjögur stig þegar Snæfell lokaði öllum leiðum. "Við erum ekkert að örvænta við þetta því við erum að tapa á móti mjög sterku liði og liði sem er ósigrað á undirbúningstímbilinu. Þær hafa forskot á önnur lið því þetta er óbreytt lið frá því i fyrra. Þær eru ekkert að pússa neina nýja leikmenn inn í þetta hjá sér. Við sjáum að tveir mikilvægir leikmenn hjá okkur, kaninn og Ragna Margrét voru mjög langt fá sínu besta í dag og ég vil skrifa það algjörlega á það að þær vantar leikreynslu með liðinu og að þær eiga eftir að finna sig með liðinu," sagði Ágúst. "Það er mjög mikið sem við þurfum að laga en við þurfum bara að vinna í einu í einu og vinna í hlutum sem við höfum stjórn á," sagði Ágúst og liðið mun mæta áfram í bleiku. "Við erum með enga hjátrú í því og mætum bara galvösk í næsta leik sem er á móti KR á sunnudaginn. Við getum ekkert annað en spilað betur þá," sagði Ágúst. Hildur: Við erum að sýna það núna að við erum með hörkulið"Ætli þeir hafa ekki bara truflað þær en við létum þá ekkert trufla okkur," sagði Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfells um bleiku búninga Valsliðsins. "Mér fannst vera meiri í barátta hjá okkur í þessum leik en í undanförnum leikjum. Ég hef ekki verið nógu ánægð með það að við höfum ekki verið með mikil læti í undanförnum leikjum. Í dag náðum við upp þessari baráttu," sagði Hildur óhrædd við að gagnrýna leik liðsins þrátt fyrir sigurgönguna. "Það eru margir sem segja að við höfum bara verið að vinna einhver undirbúningsmót. Þau eru vissulega á undirbúningstímabilinu en þetta eru titlar og við erum að sýna það núna að við erum með hörkulið. Það var nokkuð ljúft að byrja tímabilið svona. Við byrjuðum það reyndar líka svona í fyrra en það fóru öðruvísi því sá sigur var dæmdur af okkur.Það er sterkt að byrja þetta á svona sigri," sagði Hildur og bætti við: "Maður fer í leiki til að leggja sig sem mest fram og um leið og við náum um svona stemmningu og baráttu þá smellur varnarleikurinn hjá okkur," sagði Hildur. En hvað með breiddina hjá Snæfellsliðinu því hún er ekki mikil og liðið bara að keyra á sjö leikmönnum. "Þetta er fínt. Það er mikið álag á nokkrum leikmönnum en ég vill vera á fullu. Ég hef fundið það í síðustu leikjum að ég er ekki nógu þreytt eftir leikina og ég er að reyna að keyra mig meira út," sagði Hildur létt að vanda.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira