NFL: Colts-liðið vann dramatískan sigur fyrir veikan þjálfara sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2012 17:45 Reggie Wayne. Mynd/Nordic Photos/Getty Indianapolis Colts kom öllum á óvart með dramatískum sigri á Green Bay Packers í ameríska fótboltanum í gær. Atlanta Falcons liðið hélt sigurgöngu sinni áfram og Drew Brees bætti 52 ára met Johnny Unitas í flestum leikjum í röð með snertimarkssendingu. Indianapolis Colts var án þjálfara síns Chuck Pagano sem greindist með hvítblæði á dögunum og lenti einnig 3-21 undir í leiknum á móti Green Bay Packers. Nýliðinn Andrew Luck leiddi hinsvegar sitt lið aftur inn í leikinn og útherjinn Reggie Wayne, mikill vinur Chuck Pagano til margra ára, átti stórleik og skoraði meðal annars sigur-snertimarkið. Leikmenn Colts-liðsins tileinkuðu sigurinn veikum þjálfara sínum og dramatíkin var mikil í Indianapolis í gær. Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints, bætti 52 ára met Johnny Unitas þegar hann náði að senda snertimarkssendingu í 48. leiknum í röð. Brees náði metinu með því að senda á Devery Henderson en auk þess sendi hann þrjár aðrar snertimarkssendinga í leiknum sem Saints-liðið vann 31-24. Atlanta Falcons vann útisigur á Washington Redskins og er enn ósigrað í deildinni. Houston Texans hefur einnig unnið alla leiki sína en spilar fimmta leikinn sinn á móti New York Jets í nótt í lokaleik fimmtu umferðarinnar. Baltimore Ravens, Minnesota Vikings, Chicago Bears og San Francisco 49ers unnu öll leiki sína í gær og hafa þar með unnið 4 af fyrstu 5 leikjum sínum á tímabilinu. San Francisco 49ers hefur unnið tvo síðustu leiki sína með 34 (34-0 á móti New York Jets) og 42 stiga mun (45-3 á móti Buffalo Bills).Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Washington Redskins - Atlanta Falcons 17-24 Pittsburgh Steelers - Philadelphia Eagles 16-14 Indianapolis Colts - Green Bay Packers 30-27 New York Giants - Cleveland Browns 41-27 Cincinnati Bengals - Miami Dolphins 13-17 Kansas City Chiefs - Baltimore Ravens 6-9 Carolina Panthers - Seattle Seahawks 12-16 Jacksonville Jaguars - Chicago Bears 3-41 Minnesota Vikings - Tennessee Titans 30-7 New England Patriots - Denver Broncos 31-21 San Francisco 49Ers - Buffalo Bills 45-3 New Orleans Saints - San Diego Chargers 31-24 NFL Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Indianapolis Colts kom öllum á óvart með dramatískum sigri á Green Bay Packers í ameríska fótboltanum í gær. Atlanta Falcons liðið hélt sigurgöngu sinni áfram og Drew Brees bætti 52 ára met Johnny Unitas í flestum leikjum í röð með snertimarkssendingu. Indianapolis Colts var án þjálfara síns Chuck Pagano sem greindist með hvítblæði á dögunum og lenti einnig 3-21 undir í leiknum á móti Green Bay Packers. Nýliðinn Andrew Luck leiddi hinsvegar sitt lið aftur inn í leikinn og útherjinn Reggie Wayne, mikill vinur Chuck Pagano til margra ára, átti stórleik og skoraði meðal annars sigur-snertimarkið. Leikmenn Colts-liðsins tileinkuðu sigurinn veikum þjálfara sínum og dramatíkin var mikil í Indianapolis í gær. Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints, bætti 52 ára met Johnny Unitas þegar hann náði að senda snertimarkssendingu í 48. leiknum í röð. Brees náði metinu með því að senda á Devery Henderson en auk þess sendi hann þrjár aðrar snertimarkssendinga í leiknum sem Saints-liðið vann 31-24. Atlanta Falcons vann útisigur á Washington Redskins og er enn ósigrað í deildinni. Houston Texans hefur einnig unnið alla leiki sína en spilar fimmta leikinn sinn á móti New York Jets í nótt í lokaleik fimmtu umferðarinnar. Baltimore Ravens, Minnesota Vikings, Chicago Bears og San Francisco 49ers unnu öll leiki sína í gær og hafa þar með unnið 4 af fyrstu 5 leikjum sínum á tímabilinu. San Francisco 49ers hefur unnið tvo síðustu leiki sína með 34 (34-0 á móti New York Jets) og 42 stiga mun (45-3 á móti Buffalo Bills).Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Washington Redskins - Atlanta Falcons 17-24 Pittsburgh Steelers - Philadelphia Eagles 16-14 Indianapolis Colts - Green Bay Packers 30-27 New York Giants - Cleveland Browns 41-27 Cincinnati Bengals - Miami Dolphins 13-17 Kansas City Chiefs - Baltimore Ravens 6-9 Carolina Panthers - Seattle Seahawks 12-16 Jacksonville Jaguars - Chicago Bears 3-41 Minnesota Vikings - Tennessee Titans 30-7 New England Patriots - Denver Broncos 31-21 San Francisco 49Ers - Buffalo Bills 45-3 New Orleans Saints - San Diego Chargers 31-24
NFL Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira