Sport

NFL-dómarar samþykktu nýjan samning nánast einróma

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Dómarar í bandrísku NFL-deildinni hafa samþykkt nýjan átta ára samning við deildina og verða því aftur við störf þegar fjölmargir leikir fara fram í kvöld.

Fyrr í vikunni komust aðilar að samkomulagi um nýjan samning eftir að hafa verið í verkfalli síðan að tímabilið hófst fyrir tæpum mánuði síðan.

NFL-dómarar dæmdu svo leik Cleveland og Baltimore aðfaranótt föstudags en næsta dag kusu dómararnir um nýja samninginn. Hann var samþykktur með 112 atkvæðum gegn fimm.

Dómararnir voru saman komnir í Irving í Texas og héldu svo hver í sína átt til að dæma leiki dagsins í deildinni.

NFL

Tengdar fréttir

Undur og stórmerki | Staðið upp fyrir dómurunum

Að vera dómari í íþróttum er líklega eitt vanþakklátasta starf sem til er. Skiptir nánast engu í hvaða íþrótt það er, dómarar fá nánast aldrei klapp á bakið og eru oftar en ekki hataðir. Þeir eru ekki margir sem eiga sér uppáhaldsdómara.

NFL samdi við dómarana

Útlit er fyrir að tími hinna umdeildu varadómara í NFL-deildinni vestanhafs sé liðinn, þar sem samtök NFL-dómara tilkynntu í nótt að samkomulag væri í höfn við deildina í kjaradeilu þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×