Heimsmarkaðsverð á olíu hefur verið í frjálsu fallli undanfarna daga og er verðið á Brent olíunni komið undir 108 dollara á tunnuna. Fyrir tæpri viku stóð verðið í rúmum 117 dollurum og hefur því lækkað um 10% á þessum tíma.
Svipuð lækkun hefur orðið á bandarísku léttolíunni en verðið á henni er komið undir 91 dollar á tunnuna. Fyrir tæpri viku fór verðið á léttolíunni yfir 99 dollara á tunnuna.
Á vefsíðunni forexpros segir að það sé einkum tvennt sem valdi þessum verðlækkunum. Annarsvegar fréttir um að Saudiarabar ætli að auka olíuframleiðslu sína til þess að fá verðið niður í um 100 dollara á tunnuna og hinsvegar nýjar tölur um olíubirgðir Bandaríkjanna. Þær jukust töluvert meir en sérfræðingar gerðu ráð fyrir í síðustu viku.
Heimsmarkaðsverð á olíu í frjálsu fallli
