Hamilton talinn líklegastur í Singapúr Birgir Þór Harðarson skrifar 20. september 2012 15:30 Hamilton er vinsæll meðal liðsmanna McLaren. Hann er einnig talinn sigurstranglegastur. nordicphotos/afp McLaren-ökuþórinn Lewis Hamilton er talinn líklegastur til að sækja sigur í singapúrska kappakstrinum um helgina. Hamilton hefur verið gríðarlega sterkur um borð í McLaren-bílnum í undanförnum mótum og á mesta möguleika á að skáka Alonso. Breski veðbankinn William Hill gefur Hamilton stuðulinn 3,25. Á eftir honum er Fernando Alonso á Ferrari með 5,00. Castrol Edge-reikniformúlan gefur Hamilton 35% líkur á að vinna kappaksturinn. Sebastian Vettel er honum næstur með 20% líkur og Alonso með 18%. Hamilton er nú annar í heimsmeistarabaráttunni með 142 stig, 37 stigum á eftir Alonso. Kimi Raikkönen á Lotus er þriðji með 141 stig og Sebastian Vettel fjórði með 140 stig. Keppnin er því enn gríðarlega jöfn þegar aðeins sjö mót eru eftir á dagatalinu. Singapúrski kappaksturinn er keppnautum Alonso mjög mikilvægur. Sigur þar mun skipta miklu máli þegar tímabilið fer að renna út. Í augnablikinu virðist sem Lewis Hamilton sé líklegastur til að skáka Alonso. Hann vann ítalska kappaksturinn fyrir tveimur vikum og þann ungverska í lok júlí. Liðsfélagi hans hjá McLaren, Jenson Button, sigraði belgíska kappaksturinn. Keppt er að kvöldi til í Singapúr en brautin þar er mjög hröð og erfið. Keppt er á götum borgarinnar sem gerir leikinn en áhugaverðari svo ekki sé talað um birtuskilyrðin sem eru vægast sagt léleg. McLaren-bílarnir eru mjög sterkir og brautin ætti að henta þeim vel. Button gæti þó átt í erfiðum með að finna jafnvægi í bílnum og er þá líklegri til að fara verr með dekkin en liðsfélaginn. Aðstæður í Singapúr eru allt öðru vísi en í Belgíu svo það kæmi ekki á óvart ef vandræði Buttons koma upp aftur. Red Bull-liðið hefur ekki verið sannfærandi í undanförnum mótum. Bíllinn hjá Vettel bilaði á Ítalíu og Webber varð að hætta keppni. Samt sem áður má ekki afskrifa þá því eins og áður segir er Vettel aðeins tveimur stigum á eftir Hamilton. Formúla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
McLaren-ökuþórinn Lewis Hamilton er talinn líklegastur til að sækja sigur í singapúrska kappakstrinum um helgina. Hamilton hefur verið gríðarlega sterkur um borð í McLaren-bílnum í undanförnum mótum og á mesta möguleika á að skáka Alonso. Breski veðbankinn William Hill gefur Hamilton stuðulinn 3,25. Á eftir honum er Fernando Alonso á Ferrari með 5,00. Castrol Edge-reikniformúlan gefur Hamilton 35% líkur á að vinna kappaksturinn. Sebastian Vettel er honum næstur með 20% líkur og Alonso með 18%. Hamilton er nú annar í heimsmeistarabaráttunni með 142 stig, 37 stigum á eftir Alonso. Kimi Raikkönen á Lotus er þriðji með 141 stig og Sebastian Vettel fjórði með 140 stig. Keppnin er því enn gríðarlega jöfn þegar aðeins sjö mót eru eftir á dagatalinu. Singapúrski kappaksturinn er keppnautum Alonso mjög mikilvægur. Sigur þar mun skipta miklu máli þegar tímabilið fer að renna út. Í augnablikinu virðist sem Lewis Hamilton sé líklegastur til að skáka Alonso. Hann vann ítalska kappaksturinn fyrir tveimur vikum og þann ungverska í lok júlí. Liðsfélagi hans hjá McLaren, Jenson Button, sigraði belgíska kappaksturinn. Keppt er að kvöldi til í Singapúr en brautin þar er mjög hröð og erfið. Keppt er á götum borgarinnar sem gerir leikinn en áhugaverðari svo ekki sé talað um birtuskilyrðin sem eru vægast sagt léleg. McLaren-bílarnir eru mjög sterkir og brautin ætti að henta þeim vel. Button gæti þó átt í erfiðum með að finna jafnvægi í bílnum og er þá líklegri til að fara verr með dekkin en liðsfélaginn. Aðstæður í Singapúr eru allt öðru vísi en í Belgíu svo það kæmi ekki á óvart ef vandræði Buttons koma upp aftur. Red Bull-liðið hefur ekki verið sannfærandi í undanförnum mótum. Bíllinn hjá Vettel bilaði á Ítalíu og Webber varð að hætta keppni. Samt sem áður má ekki afskrifa þá því eins og áður segir er Vettel aðeins tveimur stigum á eftir Hamilton.
Formúla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira