Senna brann á bakinu í Singapúr Birgir Þór Harðarson skrifar 27. september 2012 16:45 Sæti Senna í Williams-bílnum virkaði ekki rétt og brenndi hann á bakinu í kappakstrinum í Singapúr. nordicphotos/afp Bruno Senna, ökuþór Williams-liðsins í Formúlu 1, er með brunasár á bakinu eftir kappaksturinn í Singapúr um síðustu helgi. Williams-liðið hefur staðfest að vitlausra tenginga í sæti Senna hafi orsakað brunann, ekki KERS-bilun sem kom upp í bílnum um leið. Senna þurfti að draga sig í hlé í Singapúr vegna vélarbilunar. KERS kerfið (Kinetic Energy Recovery System) bilaði vegna lausra víra sem tengdu kerfið við bílinn. Þegar kerfið var fyrst kynnt fyrir nokkrum árum áttu mörg lið í vandræðum með að tengja rafhlöðuna þannig að hún smitaði ekki út frá sér. Bílarnir voru í raun rafmagnaðir og hættulegt var að stíga upp úr þeim ef bilana var vart. Margir ökumenn fengu hreinlega raflost þegar þeir bjuggu sig undir að yfirgefa bílana. Williams-liðið segist nú rannsaka báðar bilanirnar í sitthvoru lagi. Bilanirnar séu ekki skyldar eða orsök eða afleiðing hvor annarar. Senna er þó ekki mikið slasaður og mun keppa í Japan en þar fer næsti kappakstur fram. Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bruno Senna, ökuþór Williams-liðsins í Formúlu 1, er með brunasár á bakinu eftir kappaksturinn í Singapúr um síðustu helgi. Williams-liðið hefur staðfest að vitlausra tenginga í sæti Senna hafi orsakað brunann, ekki KERS-bilun sem kom upp í bílnum um leið. Senna þurfti að draga sig í hlé í Singapúr vegna vélarbilunar. KERS kerfið (Kinetic Energy Recovery System) bilaði vegna lausra víra sem tengdu kerfið við bílinn. Þegar kerfið var fyrst kynnt fyrir nokkrum árum áttu mörg lið í vandræðum með að tengja rafhlöðuna þannig að hún smitaði ekki út frá sér. Bílarnir voru í raun rafmagnaðir og hættulegt var að stíga upp úr þeim ef bilana var vart. Margir ökumenn fengu hreinlega raflost þegar þeir bjuggu sig undir að yfirgefa bílana. Williams-liðið segist nú rannsaka báðar bilanirnar í sitthvoru lagi. Bilanirnar séu ekki skyldar eða orsök eða afleiðing hvor annarar. Senna er þó ekki mikið slasaður og mun keppa í Japan en þar fer næsti kappakstur fram.
Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira