iPhone 5 úr gulli og demöntum 29. september 2012 14:34 Breskt fyrirtæki ætlar að selja hundrað stykki af sérstakri útgáfu af iPhone fimm símanum sem Apple gaf út á dögunum. Munurinn á þessum símum og þeim upprunalega er að hann er úr gulli og demöntum. Forsvarsmenn Apple kynntu iPhone fimm símann fyrir um tveimur vikum síðan og hefur hann slegið öll met í sölu hjá fyrirtækinu. Yfir fimm milljón eintök seldust fyrstu helgina í Bandaríkjunum og er síminn víða uppseldur í verslunum um allan heim. Skartgripahönnuðurinn Stuart Hughes frá Liverpool á Englandi lætur það þó ekki á sig fá því hann keypti sjálfur hundrað stykki af símanum þegar hann kom út. Síðan þá hefur hann dundað sér við að gera símann upp, ef svo má að orði komast. Í frétt um málið í breska blaðinu Metro segir að til verksins noti hann gull og demanta. Bakhlið símans verður þakin 18 karata gulli og Apple merkið, sem einnig er staðsett á bakhliðinni, verður þakið fimmtíu og þremur demöntum, hvorki meira né minna. Og síminn er ekki ókeypis. Því verðmiðinn á þessum gæða gull- og demanta síma er tuttugu þúsund pund, eða um fjórar milljónir króna. Einhverjir spyrja sig eflaust hvort að svona lúxus vara seljist svo auðveldlega en hönnuðurinn hefur ekki áhyggjur af því. Því nýlega seldi hann afar sérstaka gullútgáfu af iPhone 4S símanum til ástralskrar kaupsýslukonu. Sá sími var ekki ókeypis því hann seldist á sex milljón pund, eða ríflega einn milljarð króna - takk fyrir túkall. Tækni Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Breskt fyrirtæki ætlar að selja hundrað stykki af sérstakri útgáfu af iPhone fimm símanum sem Apple gaf út á dögunum. Munurinn á þessum símum og þeim upprunalega er að hann er úr gulli og demöntum. Forsvarsmenn Apple kynntu iPhone fimm símann fyrir um tveimur vikum síðan og hefur hann slegið öll met í sölu hjá fyrirtækinu. Yfir fimm milljón eintök seldust fyrstu helgina í Bandaríkjunum og er síminn víða uppseldur í verslunum um allan heim. Skartgripahönnuðurinn Stuart Hughes frá Liverpool á Englandi lætur það þó ekki á sig fá því hann keypti sjálfur hundrað stykki af símanum þegar hann kom út. Síðan þá hefur hann dundað sér við að gera símann upp, ef svo má að orði komast. Í frétt um málið í breska blaðinu Metro segir að til verksins noti hann gull og demanta. Bakhlið símans verður þakin 18 karata gulli og Apple merkið, sem einnig er staðsett á bakhliðinni, verður þakið fimmtíu og þremur demöntum, hvorki meira né minna. Og síminn er ekki ókeypis. Því verðmiðinn á þessum gæða gull- og demanta síma er tuttugu þúsund pund, eða um fjórar milljónir króna. Einhverjir spyrja sig eflaust hvort að svona lúxus vara seljist svo auðveldlega en hönnuðurinn hefur ekki áhyggjur af því. Því nýlega seldi hann afar sérstaka gullútgáfu af iPhone 4S símanum til ástralskrar kaupsýslukonu. Sá sími var ekki ókeypis því hann seldist á sex milljón pund, eða ríflega einn milljarð króna - takk fyrir túkall.
Tækni Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira