Íslandsvinurinn og Harry Potter-stjarnan Emma Watson var hér á landi fyrir skömmu við tökur á mynd Darren Aronofsky, Noah, ásamt Russel Crowe, sem tryllti lýðinn á menningarnótt í Reykjavík með því að flytja tónlist í Hjartagarðinum.
Á meðan Crowe söng flott lög keypti hún Emma okkar flotta list. Og það íslenska list. Frá því var greint í gær að Emma hefði keypt málverk eftir Pétur Gaut á um 300 þúsund krónur. Hún hefði keypt sér íbúð í New York og þyrfti að innrétta hana.
Potter-stjarnan hefði því keypt nokkur íslensk málverk í galleríum höfuðborgarinnar á menningarnótt og látið senda vestur um haf.
-fb, bþh
Keypti íslensk málverk
