Kappaksturslæknirinn Sid Watkins látinn Birgir Þór Harðarson skrifar 13. september 2012 18:30 Sid Watkins ræðir við Ayrton Senna, helgina örlagaríku á Ítalíu 1994. Sid Watkins, frumkvöðull í öryggismálum í kappakstri, lést í gærkvöldi 84 ára að aldri. Hann var lykilmaður í að gera Formúlu 1-kappaksturinn eins öryggan og hann er í dag. Á árunum 1978 ti 2004 kom Watkins að fjölmörgum hræðilegum slysum í Formúlu 1 og bjargaði mörgum mannslífum. Watkins starfaði sem læknir á Formúlu 1-mótunum á Brands Hatch-brautinni í Bretlandi og á Watkins Glen-brautinni í Bandaríkjunum árið 1978. Bernie Ecclestone, þá þegar orðinn mikill áhrifamaður í Formúlu 1, bauð honum að stækka við sig og gerast heilbrigðisfulltrúi kappakstursins. Hann barðist ötulega fyrir auknum öryggiskröfum í kappakstri og fyrir betri bráðamóttökum á brautunum. Á sama tíma féllu margar stjörnur Formúlunnar, meðal annarra Ronnie Peterson (Ítalía 1978) og Gilles Villenevue (Hollandi, 1982). Sid Watkins bjargaði lífum margara ökumanna. Meðal þeirra eru Didier Pironi, Nelson Piquet, Gerhard Berger, Rubens Barrichello, Mika Hakkinen, Martin Donnelly og Karl Wendlinger. Villeneuve var síðasti ökuþórinn til að láta lífið í Formúlu 1-kappakstri þar til Ayrton Senna lést á Ítalíu 1994. Eftir helgina örlagaríku á Ítalíu 1994 þegar Senna og Roland Ratzenberger létu lífið, tók Watkins þátt í að stofna sérstaka nefnd innan alþjóða kappakstursambandsins, FIA, um öryggi í kappakstri.Læknateymi Watkins hugar að Ayrton Senna eftir að hafa dregið hann upp úr bílnum á Imola árið 1994. Watkins kom að öllum alvarlegum slysum í Formúlu 1 frá 1978 til 2004.mynd/apMargar þekktar fígúrur í kappakstursheiminum hafa minnst Sid Watkins í dag. Martin Brundle er einn þeirra en hann sendi inn Twitter-færslu þar sem segir: "Mótorsport hefur misst sannan hugsjónamann og karakter í Sid Watkins, 84. Mikill maður, fyndinn líka. Hann bjargaði vinstri fæti mínum frá aflimun." Rubens Barrichello getur líka þakkað Watkins líf sitt en hann lenti í hryllilegu slysi sömu helgi og Ratzenberger og Senna létust. "Það var Sid Watkins sem bjargaði lífi mínu á Imola 1994. Frábær náungi til að vera með, ávallt glaður. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur ökumenn. Hvlí í friði." Félag Formúlu 1 ökuþóra sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem Watkins er minnst. Þar segir meðal annars: "Hann hjálpaði til við að bjarga lífum margra Formúlu 1-ökumanna með því að nútímavæða læknisaðstoðina. Vegna starfa hans hefur tekist að koma í veg fyrir alvarleg meiðsli." Jean Todt, forseti FIA og fyrrum liðstjóri Ferrari-liðsins, segir Watkins hafa verið elskaðan og virtan af öllum þeim sem með honum störfuðu og þekktu hann. "Þetta er sannur sorgardagur fyrir FIA-fjölskylduna og allt mótorsportsamfélagið. […] Við verðum honum ávallt þakklát." Formúla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sid Watkins, frumkvöðull í öryggismálum í kappakstri, lést í gærkvöldi 84 ára að aldri. Hann var lykilmaður í að gera Formúlu 1-kappaksturinn eins öryggan og hann er í dag. Á árunum 1978 ti 2004 kom Watkins að fjölmörgum hræðilegum slysum í Formúlu 1 og bjargaði mörgum mannslífum. Watkins starfaði sem læknir á Formúlu 1-mótunum á Brands Hatch-brautinni í Bretlandi og á Watkins Glen-brautinni í Bandaríkjunum árið 1978. Bernie Ecclestone, þá þegar orðinn mikill áhrifamaður í Formúlu 1, bauð honum að stækka við sig og gerast heilbrigðisfulltrúi kappakstursins. Hann barðist ötulega fyrir auknum öryggiskröfum í kappakstri og fyrir betri bráðamóttökum á brautunum. Á sama tíma féllu margar stjörnur Formúlunnar, meðal annarra Ronnie Peterson (Ítalía 1978) og Gilles Villenevue (Hollandi, 1982). Sid Watkins bjargaði lífum margara ökumanna. Meðal þeirra eru Didier Pironi, Nelson Piquet, Gerhard Berger, Rubens Barrichello, Mika Hakkinen, Martin Donnelly og Karl Wendlinger. Villeneuve var síðasti ökuþórinn til að láta lífið í Formúlu 1-kappakstri þar til Ayrton Senna lést á Ítalíu 1994. Eftir helgina örlagaríku á Ítalíu 1994 þegar Senna og Roland Ratzenberger létu lífið, tók Watkins þátt í að stofna sérstaka nefnd innan alþjóða kappakstursambandsins, FIA, um öryggi í kappakstri.Læknateymi Watkins hugar að Ayrton Senna eftir að hafa dregið hann upp úr bílnum á Imola árið 1994. Watkins kom að öllum alvarlegum slysum í Formúlu 1 frá 1978 til 2004.mynd/apMargar þekktar fígúrur í kappakstursheiminum hafa minnst Sid Watkins í dag. Martin Brundle er einn þeirra en hann sendi inn Twitter-færslu þar sem segir: "Mótorsport hefur misst sannan hugsjónamann og karakter í Sid Watkins, 84. Mikill maður, fyndinn líka. Hann bjargaði vinstri fæti mínum frá aflimun." Rubens Barrichello getur líka þakkað Watkins líf sitt en hann lenti í hryllilegu slysi sömu helgi og Ratzenberger og Senna létust. "Það var Sid Watkins sem bjargaði lífi mínu á Imola 1994. Frábær náungi til að vera með, ávallt glaður. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur ökumenn. Hvlí í friði." Félag Formúlu 1 ökuþóra sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem Watkins er minnst. Þar segir meðal annars: "Hann hjálpaði til við að bjarga lífum margra Formúlu 1-ökumanna með því að nútímavæða læknisaðstoðina. Vegna starfa hans hefur tekist að koma í veg fyrir alvarleg meiðsli." Jean Todt, forseti FIA og fyrrum liðstjóri Ferrari-liðsins, segir Watkins hafa verið elskaðan og virtan af öllum þeim sem með honum störfuðu og þekktu hann. "Þetta er sannur sorgardagur fyrir FIA-fjölskylduna og allt mótorsportsamfélagið. […] Við verðum honum ávallt þakklát."
Formúla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira