Eignarhlutir ríkisins tæplega 200 milljarða virði Magnús Halldórsson skrifar 16. september 2012 19:30 Íslenska ríkið á ríflega 80 prósent hlut í Landsbankanum. Eignarhlutir ríkisins í endurreistu bönkunum eru nú tæplega 200 milljarða króna virði, sé mið tekið af eiginfjárstöðu bankanna (innra virði). Ríkið hyggst selja eignarhluti í bönkunum á næstu árum, en halda þó enn eftir kjölfestuhlut í Landsbankanum. Eignasala ríkisins hefur oftar en ekki verið umdeild, og er skemmst að minnast sölu ríkisins á eignarhlutum sínum í Búnaðarbanknum og Landsbankanum, fyrir um áratug. Eftir hrun fjármálakerfisins og endurreisn þess, fyrir fjórum árum, eru stjórnvöld aftur farin að huga að því að selja hlut í bönkunum, þó endanleg tímasetning þess eða útfærsla liggi ekki fyrir. Fram hefur komið í máli Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að hlutir ríkisins verði seldir í með það að leiðarljósi að hafa dreift eignarhald, og að ríki verði kjölfestueigandi í einum banka. Sé mið tekið af eiginfjárstöðu bankanna er ljóst að verðmæti hluta ríkisins í bönkunum er umtalsvert. Hlutur ríkisins í Landsbankanum er ríflega 172 milljarða króna virði, um 13 prósent hlutur í Arion banka er 16 milljarða króna virði og fimm prósent hlutur í Íslandsbanka tæplega sjö milljarða króna virði. Samtals nemur virði hlutann í endurreistu bönkunum þremur, því ríflega 195 milljörðum króna. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Eignarhlutir ríkisins í endurreistu bönkunum eru nú tæplega 200 milljarða króna virði, sé mið tekið af eiginfjárstöðu bankanna (innra virði). Ríkið hyggst selja eignarhluti í bönkunum á næstu árum, en halda þó enn eftir kjölfestuhlut í Landsbankanum. Eignasala ríkisins hefur oftar en ekki verið umdeild, og er skemmst að minnast sölu ríkisins á eignarhlutum sínum í Búnaðarbanknum og Landsbankanum, fyrir um áratug. Eftir hrun fjármálakerfisins og endurreisn þess, fyrir fjórum árum, eru stjórnvöld aftur farin að huga að því að selja hlut í bönkunum, þó endanleg tímasetning þess eða útfærsla liggi ekki fyrir. Fram hefur komið í máli Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að hlutir ríkisins verði seldir í með það að leiðarljósi að hafa dreift eignarhald, og að ríki verði kjölfestueigandi í einum banka. Sé mið tekið af eiginfjárstöðu bankanna er ljóst að verðmæti hluta ríkisins í bönkunum er umtalsvert. Hlutur ríkisins í Landsbankanum er ríflega 172 milljarða króna virði, um 13 prósent hlutur í Arion banka er 16 milljarða króna virði og fimm prósent hlutur í Íslandsbanka tæplega sjö milljarða króna virði. Samtals nemur virði hlutann í endurreistu bönkunum þremur, því ríflega 195 milljörðum króna.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira