Fótbolti

Veigar Páll fór útaf meiddur á hné - veit meira í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Veigar Páll Gunnarsson
Veigar Páll Gunnarsson Mynd/Anton
Veigar Páll Gunnarsson varð að yfirgefa völlinn vegna meiðsla í gær þegar Stabæk vann 2-1 útisigur á Odd Grenland og hélt smá lífi í voninni um að bjarga sér frá falli úr norksu úrvalsdeildinni.

„Ég fékk sting aftan í vinstra hnéð og þetta var ógeðslegt. Við skoðum hnéð á morgun. Ég trúi því og vona að ég geti spilað á móti Fredrikstad á sunnudaginn því það er mjög mikilvægur leikur," sagði Veigar Páll við Dagbladet.

Veigar Páll var þarna að spila sinn þriðja leik með Stabæk síðan að hann snéri aftur til liðsins frá Vålerenga og nú tókst liðinu að vinna langþráðan sigur. Staðan var 2-0 fyrir Stabæk þegar Veigar Páll þurfti að fara útaf á 74. mínútu leiksins.

Bjarni Ólafur Eiríksson skoraði fyrra mark Stabæk í leiknum með skoti beint út aukaspyrnu strax á 3. mínútu leiksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×